Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum hjá kökumeistaranum sjálfum henni Kristínu Viktors en hún heldur úti Ævintýrakökur Stínu sem gerir ævintýralega fallegar kökur fyrir ýmis tilefni. Uppskriftin að þessum kökum gleymdist þar til nú – en betra er seint en aldrei. Þessar eru gjörsamlega ómótstæðilegar. Bláberjamuffins með hnetumulningi og hvítu súkkulaði Ca. 12...
Tag: <span>kökur</span>
Lakkrís- og trönuberjasmákökur sem hafa farið sigurför um heiminn
Lakkrís er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum heimamönnum og því glöddust allir þegar við fundum uppskrift sem sameinar smákökubakstur og lakkrísduft. Þessi uppskrift að lakkrís og trönuberjasmákökum virðist eftir okkar heimildum fyrst hafa birst í í bókinni Grigo’s hjemmebag hefur síðan þá farið sigurför um netheima og nú skiljum fullkomlega af hverju það...
Besta eplakakan
Það er að mínu mati ákveðin nostalgía fólgin í því að gæða sér á volgri eplaköku með rjóma. Uppskriftirnar eru margar og kosturinn við eplakökubakstur er að yfirleitt eru þær mjög einfaldar í gerð. Þessi uppskrift er orðin mitt nýja uppáhald. Svo mikil snilld að hálfa væri nóg. Mæli með því að þið gerið...
Brownies – þær bestu!
Undursamlega góðar brownies sem ég vil meina að séu þær allra bestu. Ofureinfaldar í gerð en bráðna í munni. Hægt að bæta við hnetum sé þess óskað en á mínu heimili er vinsælast að hafa þær án þeirra. Njótið xxxx Bestu brownies 100 g smjör 2 egg 3 dl sykur 1 ½ dl hveiti...
Hafra- og kókoskökur sem ekki þarf að baka
Mikið sem það er gott að fá þriggja daga helgi. Er bara búin að hafa það dásamlegt og algjörlega búin að endurhlaða batteríin. Fékk tiltektaræði, sem gerist 1 sinni á öld hjá mér og því tók ég því fagnandi. Í gær fylgdist ég með vinkonum mínum næla sér í MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík...
Sumarlegar sítrónubollakökur “vegan style”
Það er alltaf eitthvað sumarlegt og ferskt við sítrónukökur og þessar ljúffengu bollakökur svíkja engan. Þessar girnilegu kökur koma frá snillinginum henni Önnu Rut en þær eru bæði mjólkur og eggjalausar og teljast því vegan. Girnilegar sítrónubollakökur Sumarlegar sítrónu bollakökur 1 1/3 bolli hveiti ½ tsk lyftiduft ¾ tsk matarsódi ¼ tsk salt ¼...
Hafraklattar sem maður getur ekki hætt að hugsa um!
Ég hreinlega elska góðar hafraklatta og finnst ég einhvernveginn ná bakstri og hollustu í einu þegar ég geri þá. Auðvitað eru uppskriftirnar mishollar, nú eða góðar en þessi er í hollara lagi og bragðið er dásamlegt. Í þeim er ekki hveiti heldur haframjölshveiti sem ofureinfalt er að gera. Súkkulaðinu smá gjarnan skipta út fyrir rúsínur...
Ómótstæðilegar smákökur með lakkrísmarsipani
Um helgina var ég stödd í verslun EPAL þar sem ég var að kynna bókina Fljótlegir réttir fyrir sælkera ásamt því að gefa viðskiptavinum EPAL að bragða á smákökum sem ég hafði gert úr lakkrísmarsipani frá frá Johan Bülow . Það er skemmst frá því að segja að smákökurnar slógu í gegn og ég veit að margir...
Rababara- og jarðaberjakaka
Rababara og jarðaberjakaka Mylsna yfir köku 120 g smjör 150 g ljós púðusykur 1/4 tsk salt 160 g hveiti Kakan 300 g rababari, skorinn í litla bita 300 g jarðaber, skorin í sneiðar 2 msk ljós púðusykur 190 g hveiti (ath. hveitið deilist niður) 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 85 g...
Súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu
Þegar ég hugsa um fullkomnun í bakstri hefur hugurinn oft leitað til Melkorku muffins sem færðu mig og aðra sem þær smökkuðu til muffinshimna. Þessar súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu eru nú komnar í sama flokk enda algjörlega ólýsanlega góðar og verða að komast á to do listann þinn. Súkkulaðideig sett í muffinsform Rjómaostakrem sett yfir Að lokum...
Hollar chilíbrownies með þeyttum kókosmjólkurrjóma
Chilíbrownies sem ekki þarf að baka með þeyttum kókosmjólkurrjóma segja allt sem segja þarf. Þessar kökur bræða hjörtu allra, líka þeirra sem vita ekki einu sinni hvað hrákökur eru og eru ekki bara meinhollar heldur svo ótrúlega fljótlegar í gerð. Hollar chilíbrownies 200 g valhnetur eða pekanhnetur 430 g döðlur, steinlausar og mjúkar 2...
Oreo ostakökubitar
Ómótstæðilegir ostakökubitar sem gaman er að bjóða upp á í veislum og hentar sérstaklega vel með pinnamat, nú eða í eftirrétt með góðum kaffibolla. Þessir slá alltaf í gegn. Oreo ostakökubitar Gerir um 40 stk. 36 oreokex 4 msk smjör 900 g rjómaostur, mjúkur 200 g sykur 230 g sýrður rjómi 1 tsk vanilludropar 4...
Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu
Við þurfum ekki að hafa mörg orð um þessa dásemd. Silkimjúk eplakaka nýkomin úr ofninum og borin fram með heitri vanillusósu….Ójá – þetta gerist ekki mikið betra! Eplakaka með heitri vanillusósu 120 g smjör, mjúkt 200 g sykur 2 egg 2 tsk vanilludropar 250 g hveiti 2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 2 tsk...
Hollustubrownies sem bráðna í munni
Ég hef sagt það áður að ég hef sérstaklega gaman af því að gera hráfæðikökur þar sem hollusta og einfaldleiki fara saman. Uppistaðan í þessari uppskrift eru hnetur, döðlur og kakó og yfir þær fer silkimjúkt súkkulaðikrem með avacado sem ég mæli með því að þið prufið að gera. Margir kunna að hræðast að nota...
Marengstoppar með Nutella
Nutella aðdáendur athugið!!!!! Hér er ein dásamleg uppskrift fyrir okkur sem erum forfallnir Nutella fíklar. Í uppskriftinni sameinast Nutella marengstoppum sem eru bæði í senn stökkir, mjúkir og svo ótrúlega bragðgóðir. Þessa uppskrift er svo einfalt að gera og þarf klárlega að fara á to do listann fyrir þessi jól! Marengstoppar með Nutella 3 eggjahvítur,...
Marengstoppar með þristum
Það er orðin hefð hjá mér að baka þessa góðu marengstoppa fyrir jólin og það kemur skemmtilega á óvart að fylla marengsinn með þristasúkkulaði. Skemmtilegt og einfalt að baka og gaman að leyfa börnunum að taka þátt. Slær alltaf í gegn! Þristatoppar 4 stk eggjahvítur 210 gr púðursykur 1 poki þristar, saxaðir örsmátt Þeytið eggjahvítur...
Allra bestu smákökurnar?
Uppskriftina* að þessum súkkulaðibitakökum rakst ég á um daginn og þar sem því var haldið fram að þessi uppskrift væri sú allra allra allra besta. Það hljómar náttúrulega ofurvel og því ákvað ég að henda í þessa uppskrift í dag þegar að löngunin í eitthvað sætt (og pínu jóló (nei ég sagði þetta ekki!!!!)) kom...
Himneskar bollarkökur með vanillu og sykurpúðakremi
Ég ákvað að taka þetta afmælisdæmi alla leið. Kannski spilaði það inn í að mig langaði í köku, mögulega, en mér tókst að minnsta kosti auðveldlega að sannfæra mig um að það væri ekkert afmæli án köku og gerði því þessar einföldu, æðislegu og ómótstæðilegu bollakökur. Þær eru svo bragðgóðar að ég get ekki hætt...
- 1
- 2