Ef þið viljið máltíð sem er ódýr, holl en á sama tíma hreint unaðslega góð þá eru þið í toppmálum með þessa uppskrift. Þessa súpu elska allir og hún er ofureinföld í gerð. Naan brauðið með dásemdar fetaosta og ólífufyllingu setur svo punktinn yfir i-ið. Gulrótasúpa með engifer Fyrir 4 500 g gulrætur 2...
Tag: <span>mjólka</span>
Fáránlega gott hátíðarlamb fyllt með döðlum, hvítlauk og fetaosti
Þetta er svo mikið nýjasta uppáhalds uppskrift mín að lambalæri. Úrbeinað og fyllt með döðlum, hvítlauk og fetaosti – lamb sem sló í gegn á mínu heimili á páskadag. Ég úrbeinaði lambið sjálf (innsog) og þrátt fyrir að vita nákvæmlega ekkert hvað ég væri að gera gekk það furðuvel. Orðið úrbeina flækir þetta kannski bara...
Ricotta pönnukökur ala Nigella
Þessar pönnukökur sem koma frá hinni dásamlegu Nigellu Lawson eru frábrugðnar hinum hefðbundnu pönnukökum að því leyti að þær innihalda ricotta sem gerir þær dásamlega létta og ljúffengar. Með því að velta léttþeyttu eggjahvítunum út í ricotta blönduna í lokin fæst þessi yndislegi léttleiki. Pönnukökurnar smellpassa með ferskum berjum og hlynsírópi. Gleðilegt væntanlegt sumar! ...
Kjúklingatortillur með sætkartöflum og jalapeno jógúrtsósu
Ofureinfaldur, fljótlegur og dásamlega bragðgóður kjúklingaréttur með sætkartöflum og ljúfri jalapeno jógúrtsósu sem setur punktinn yfir i-ið. Þennan rétt bar ég fram með hrísgrjónum, góðu salati og nachos. Þessi vakti mikla lukku! Dásamleg jógúrtsósan setur punktinn yfir i-ið Kjúklingatortilla með sætum kartöflum og jalapenojógúrtsósu Fyrir 4 1 laukur, saxaður 1 lítil sæt kartafla,...
Hin fullkomna kaka fyrir kvöldkaffið
Er það bara ég eða eru fleiri með sjúklega nostalgíu fyrir kvöldkaffi. Eitthvað nýbakað, sem ilmar dásamlega, kannski smá óhollt, rétt áður en þú ferð að bursta tennurnar. Þessi vanillukaka með kanilfyllingu inniheldur sýrðan rjóma sem kemur í veg fyrir að hún verði þurr ein og margar kökur af svipuðum toga. Þessi er svvvooo mjúk,...
Geggjaður kjúklingaréttur með sólþurrkuðum tómötum í hvítlauksrjómasósu
Eins og margir vita hefur GRGS verið starfrækt frá árinu 2012 og fengið alveg ótrúlegar viðtökur. Það er alltaf jafn gaman að útbúa góðan mat sem ég fæ notið rétt eins og þið lesendur – og ég nýt í botn. Eitt er það þó sem mér þykir mest krefjandi en það er að skrifa textann...
Kjúklingaréttur með mozzarella og beikoni í glöggsósu
Fyrir aðdáendur jólaglöggsins er hér kominn réttur sem gælir við bragðlaukana en það er kjúklingaréttur með mozzarella og ferskri basilíku í dásamlegri glöggsósu sem er nýji uppáhalds rétturinn okkar! Sé ekki til jólaglögg má að sjálfsögðu notast við rauðvín. Einfaldur og mun örugglega slá í gegn. Njótið! Rauðvínið Las Moras, Malbec passar vel með þessum...