Helgarrétturinn er mættur í öllu sínu veldi en hér er á ferðinni frábær pastaréttur sem á vel við bæði þegar á að gera vel við sig á góðum degi sem og þegar halda skal matarboð eða stærri veislur. Pastarétturinn er ofur einfaldur í gerð og svo góður að þið sláið í gegn með þennan og...
Tag: <span>pasta</span>
Ostafyllt ravioli með rjómalagaðri graskerssósu
Rrrravioli! Gæti verið nafn á fiðlusnillingi eða hjartaknúsara en er þó miklu bitastæðara í raun. Rekja má sögu þess aftur til einkabréfa auðugs vopnasala og listaverkakaupmanns í Toskana á 14 öld og við páfakjörið 1549 (Júlíus III páfi, einhver?) var það á borðum með soðnum kjúklingi. Eintalan er „raviolo“ – en hver borðar svo sem...
Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum
Enn eina ferðina nálgast helgin og það er kærkomið. Það þýðir að það er kominn tími á helgarréttinn sem að þessu sinni er jafnframt minn uppáhalds pastaréttur. Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á...
Tagliatelle með kjúklingi, þistilhjörtum, sólþurrkuðum tómötum og rjómalagaðri hvítlaukssósu
Hér er á ferðinni vinsæll pastaréttur með einni útgáfu af hinni frægu Alfredo sósu. Matarmikill réttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og þistilhjörtum toppað með rjómalagaðri hvítlaukssósu og beikonbitum. Að sjálfsögðu má leika sér með hráefnin og oft bæti ég sveppum saman við. Sósuuppskriftin er vel stór enda misjafnt hversu mikið af sósu fólk kýs með...
Pastarétturinn sem átti fullt af vinum!
Það er nú yfirleitt þannig að langflestir elska að gæða sér á góðu pasta. Þegar kemur að góðum pastaréttum eru útgáfurnar ansi margar en þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum enda stútfullur af góðri næringu og bragðið er himneskt – ekki skemmir hvað hann er fljótlegur í gerð. Ég nota matvinnsluvél við...
Lasagna meistaranna
Það verður að viðurkennast að ég hef lengi átt í ástar-/haturssambandi við lasagnagerð. Það er nefninlega þannig að þegar kemur að bestu lasagnauppskriftinni að þá er það lasagna hennar mömu ávallt vinninginn (það kannast örugglega fleiri við það). Hún gerir lasagna eins og enginn annar. Ég hef fengið uppskriftina hjá henni sem er að hennar...
Ítalskar kjötbollur eldaðar af snillingi
Ég held því oft fram að langflestar uppskriftirnar á GulurRauðurGrænn&salt séu einfaldar og fljótlegar í gerð og við allra hæfi, líka þeirra sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í eldhúsinu. Ég ákvað hinsvegar einn daginn að láta á það reyna og tilkynnti 11 ára syni mínum að nú myndi hann sjá um kvöldmatinn....
Pasta alla vodka
Þið þurfið ekki að leita lengi til að finna uppskrift að pastarétti sem inniheldur hráefnið vodka. Matgæðingar keppast um að lofa pastasósuna og hún hefur birst í ófáum matreiðslubókum. Það er ekki að undra því uppskriftin er dásamleg og ótrúlegt hvað góð pastasósa getur gert mikið fyrir einfalt spaghetti. Á stuttum tíma er komin þessi...
Letipasta
Ég er alveg ótrúlega spennt að kynna uppskriftina að þessum dásamlega pastarétti fyrir ykkur. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að hér gengur allt upp. Rétturinn getur ekki verið einfaldari þar sem öllu er blandað saman í einn pott og soðið í 10 mínútur, hann er gífurlega fljótlegur í undirbúningi (10 mínútur) og er einn...
Gestabloggarinn Katrín Helga Hallgrímsdóttir
Það er svo viðeigandi að næsti gestabloggari síðunnar sé góð vinkona mín hún Katrín Helga Hallgrímsdóttir. Við höfum þekkst frá því í grunnskóla og höfum ásamt nokkrum öðrum stelpum haldið þessum vinskap í öll þessi ár. Óhætt er að segja að Eurovision sé rauði þráðurinn í þeirri vináttu. Við höfum fylgst spenntar með keppninni á...
Rjómalagað kjúklinga pestó pasta
Ég hef áður komið með uppskrift að köldu pastasalati sem ég er vön að hafa í öllum veislum og slær alltaf í gegn. Nú kem ég með uppskrift að pastarétti sem kemur svo sannarlega með tærnar þar sem hitt salatið hefur hælana bæði hvað varðar einfaldleika og það hversu ótrúlega gott það er. Rjómalagað kjúklingapestó...
Mozzarella og kúrbíts pönnukjúklingur
Fátt betra en góðir kjúklingaréttir og þetta er klárlega einn af þeim. Hann inniheldur kúrbít sem passar hreint út sagt fullkomlega með ítölskum réttum eins og þessum. Ferskur, hollur og einfaldur og mallar á pönnunni meðan þið nýtið tímann í eitthvað allt annað. Berið fram með góðu pasta og njótið þessarar góðu máltíðar. Mozzarella og...
Zucchinipasta með risarækjum & peacanhnetupestó
Okei, okei, þetta er í raun ekki pasta í þeirri mynd sem flestir þekkja, heldur er zucchini rifið niður þannig að það líkist pasta. Þessi réttur hentar því þeim vel sem eru að reyna að auka grænmetisinntöku sína og jafnframt draga úr kolvetnum. Hollur, einfaldur og snilldargóður réttur sem ég mæli með að þið prufið....
Pastasalatið sem alltaf slær í gegn
Nú er ég sko að koma með smá leynivopn..uppskrift sem aldrei klikkar. Allir sem bragða þetta pastasalat munu vilja uppskriftina. Ég er ekki mjög gjörn á að elda sama réttinn oft, en þennan hef ég hinsvegar gert í mörg ár við margskonar tilefni og hann þreytist aldrei. Þetta pastasalat er hrikalega gott og þá meina...
Ekta ítalskar kjötbollur með pastasósu
Þessi er einn af uppáhalds réttum fjölskyldunnar og uppáhald allra sem á réttinum bragða hvort sem þeir eru ungir eða aldnir. Uppskriftin er ekki flókin en felur í sér örlítið dúllerí og frábært að fá sem flesta við borðið og hjálpa til við að móta kjötbollurnar, sem tekur þó enga stund og gera skemmtilega stemmningu...
Spaghetti með sítrónu, parmesan og klettasalati
Um þennan rétt langar mig svo að segja “it had me at hello” og ég veit að þegar þið takið fyrsta bitann og finnið pastað bráðna í munni ykkar og dásamlegt samspil sítrónunnar og parmesanostsins að þið eruð þið líka kolfallin. Það besta er svo að þessi réttur er fljótlegur, einfaldur og algjörlega óhætt að...
Wonton ravioli
Algjörlega perfecto humarravioli Ég elska ravioli og finnst gott ravioli dásamlegra en allt dásamlegt. Hinsvegar getur það verið mjög tímafrekt sé það gert frá grunni og oft verður deigið utanum raviolíið of þykkt. Nýlega uppgötvaði ég hinsvegar snilldina við að nota wonton filmur í stað venjulegs pastadeigs. Það er svo óendanlega sniðugt að ég ætla...
Kjúklingapasta með cajunkryddi
Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað? Ég breytti uppskriftinni aðeins og setti fullt af grænmeti. Pastað var frábært...
- 1
- 2