Það er oft auðveldara að finna upp á góðum mat heldur en meðlætinu sem á að vera með, að minnsta kosti ef maður vill breyta út af vananum. Hvort sem þið eruð að tengja við þetta lúxusvandamál eður ei þá kemur hér engu að síður uppskrift af ofureinföldum hvítlaukskartöflum sem bæði í senn eru stökkar...
Tag: <span>recipe</span>
Asískur lax með hunangsgljáa
Vonandi áttu þið öll góða páska, þar sem þið gædduð ykkur á góðum mat í enn betri félagsskap. Ég naut mín að minnsta kosti í botn í mat, drykk, góðum félagsskap og yndislegu umhverfi í Austurríki þar sem ég var í skíðaferð. Fyrir alla skíðaáhugamenn sem hafa ekki látið verða af því að skíða erlendis...
Ómótstæðileg Oreo ostakaka á 15 mínútum
Fyrir þá sem elska Oreokexkökur og eftirrétti án mikillar fyrirhafnar kemur enn ein snilldin. Hér er á ferðinni eftirréttur sem hefur í mörg ár gengið á milli manna og allir hafa lofað. Hér breyti ég aðeins uppskriftinni og læt sýrðan rjóma í stað rjómaosts og svei mér það ef hún verður ekki við það enn...
Spicy núðlur á mettíma
Þessi réttur er algjör snilld og hentar sérstaklega vel fyrir fólk sem vill láta matinn rífa aðeins í bragðlaukana. Hann er einfaldur í gerð og því fullkominn í kvöldmatinn í miðri viku. Auðvitað má smakka sósuna til og hafa hann mildan, en þá mæli ég með því að bæta aðeins um 1 tsk af chilímaukinu í...
Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði
Þessi dásamlega Rice Krispies kaka með Pipp karamellusúkkulaði, bönunum og rjóma er elskuð af öllum, bæði ungum sem öldnum. Þessi kaka er mjög þægileg og fljótleg, þarf ekkert að baka og hana er hægt að frysta og geyma í nokkra daga. Uppskriftina fékk ég frá vinkonu minni henni Jónu Svövu Sigurðardóttur en hún hefur bakað...
Snúðar betri en úr bakaríi
Uppskriftina af bestu snúðunum má nú einungis nálgast hjá upprunalegum höfundi: https://vallagrondal.is/snudar-betri-en-ur-bakariinu/
Kjúklingur í kókosmjólk með hvítlauk og basil
Himnasending á dögum þar sem eldamennskunennan er í lágmarki en þörfin fyrir eitthvað himneskt og hollt er í hámarki. Þetta er rétturinn!!!! Kjúklingur í kókosmjólk með hvítlauk og basil 1 kg kjúklingabringur, skornar í litla bita 3-4 hvítlauksrif, söxuð 1 rautt chili, saxað smátt (fræhreinsað ef þið viljið hafa réttinn mildan=barnvænan) 2 msk rautt karrýmauk,...
Vegan “Baileys”
Baileys var alltaf í miklu uppáhaldi hjá eiginmanninum mínum áður en hann fékk mjólkuróþol. Þess vegna langaði mig endilega að prófa að gera mjólkurlausa útgáfu og hún heppnaðist heldur betur vel. Hann elskar þessa uppskrift og fullyrðir að þetta sé jafn gott og baileys sem maður kaupir. Njótið vel. Kveðja – Anna Rut. Vegan “Baileys”...
Huggulegur haustmatur lambaskankar með rótargrænmeti
Leyfið mér að kynna nýja æðið mitt, lambaskanka. Dásamlegur “comfort food” sem smellpassar á dimmum rigningardegi, við kertaljós og rauðvínsglas. Lambaskankar með rótargrænmeti 2 lambaskankar salt 2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 3 gulrætur, saxaðar 2 sellerístilkar, saxaðir 4 kartöflur, skornar í fernt 1 hvítlauksrif, pressað 300 ml vatn + 1 lambateningur 1 tsk timíankrydd...
“Thai style” kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu
Ég kvaddi föður minn um daginn þegar hann lagði af stað til Tælands þar sem hann býr hálft árið. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég naut jólanna þar til hins ítrasta borðaði holla og góða matinn þeirra ásamt einstaka Chang öli á ströndinni í 30 stiga hita. Ahhh “sweet life” og erfitt...
Heimsins besti grænmetisborgari
Í leit minni að himneskum og hollum grænmetisborgara rakst ég meðal annars á þessa girnilegu Thai sætkartöfluborgara með hnetusmjörsósu á blogginu hennar Oh she glows. Þar sem ég elska allt tælenskt, sætar kartöflur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hnetusmjör er að mínu mati út úr þessum heimi gott, þá var ég nokkuð viss um...
Lakrids by Johan Bülow, gjafaleikur og uppskrift af lakkrískonfekti með hvítu súkkulaði
Ég er svo spennt að fá að deila með ykkur vörum sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þær koma frá danska fyrirtækinu Lakrids by Johan Bülow sem sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Algjört nammi! Johan Bülow stofnaði lakkrísframleiðslufyrirtæki sitt Lakrids by Johan Bülow fyrir 6 árum síðan, þá aðeins 23 ára...