Hér er á ferðinni ansi skemmtileg uppskrift að bragðgóðum chilí kasjúhnetum sem slá í gegn hjá öllum sem þær bragða. Þetta hefur verið mitt snarl undanfarna daga enda hættulega bragðgóðar. Flottar sem millimál, kvöldsnarl nú eða með góðum fordrykk. Bragðmiklar kasjúhnetur Styrkt færsla 5 dl kasjúhnetur 3 msk hrásykur (eða púðursykur) 1 msk vatn...
Tag: <span>snarl</span>
Tryllt nachos ídýfa
Þessa nachos ídýfu hef ég gert í mörg ár og lengi reynt að finna ídýfur sem nálgast þessa þegar kemur að dásemd og einfaldleika. Sama við hvaða tækifæri hún er borin fram ávallt vekur hún jafn mikla lukku. Þessi færir ykkur vel inn í helgina. Njótið vel! Heit nachos ídýfa 400 g Philadelphia naturell rjómaostur...
Hafra- og kókoskökur sem ekki þarf að baka
Mikið sem það er gott að fá þriggja daga helgi. Er bara búin að hafa það dásamlegt og algjörlega búin að endurhlaða batteríin. Fékk tiltektaræði, sem gerist 1 sinni á öld hjá mér og því tók ég því fagnandi. Í gær fylgdist ég með vinkonum mínum næla sér í MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík...
Hollar Snickerskúlur með þremur innihaldsefnum
Þessar dásamlega uppskrift af karamellukúlum með salthnetufyllingu kemur frá henni Önnu Rut okkar og innihalda einungis þrjú hráefni, eru ofureinfaldar í gerð og bragðast dásamlega. Hollar Snickerskúlur 20 steinlausar döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu 1 bolli salthnetur 150g dökkt súkkulaði, t.d. Konsum suðusúkkulaði frá Nóa Síríus Látið döðlurnar liggja í bleyti í köldu vatni...
Sænskt hrökkkex
Hrökkkex eru í miklu uppáhaldi, enda í hollari kantinu og gott að eiga til að narta í yfir daginn. Ég rakst á þessa uppskrift af skemmtilegu sænsku hrökkkexi sem gaman er að bjóða upp á í saumaklúbbum eða í matarboðinu t.d. með súpu. Ein hugmyndin er að rita nafn gestsins á kex viðkomandi með gaffli....
Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostakurli
Ómótstæðileg súpa sem yljar á fallegu haustkvöldi. Súpan er auðveld í gerð þó svo að einhverjir gætu talið það auka flækjustigið að grilla papriku, en það er nú eins auðvelt og það gerist og aðferðina má sjá hér. Grilluð paprika er frábær í matargerð og hér er hún í félagskap með volgum tómötum, stökku beikonu...
Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Ég er búin að vera með löngun í gott túnfisksalat í nokkurn tíma en hingað til ekki dottið á réttu uppskriftina…fyrr en nýlega. Þessi uppskrift er skemmtilegt og öðruvísi og ótrúlega bragðgóð. Þetta túnfiskssalat inniheldur meðal annars kjúklingabaunir, hvítlauk, sítrónu, steinselju og fetaost, er meinhollt, frábært með hrökkkexi og vekur ávallt lukku. Ég mæli svo sannarlega...
Ofnbakaðar og extra stökkar kartöfluflögur með hvítlauk og sjávarsalti
Hver elskar ekki stökkar og góðar kartöfluflögur. Ég og mínir elskum þær að minnsta kosti en leiðinlegt hversu ofboðslega hitaeiningaríkar þær geta verið og ef maður er ekki á leiðinni að taka þátt í járnkarlinum eða klífa Evrest getur ást manns á þessum annars dásemdar flögum verið til vandræða. Það gladdi mig því mjög þegar ég...
Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella
Það er frábært að eiga eitthvað til að mönsa um helgar hvort sem það er þegar gesti ber að garði nú eða hreinlega bara yfir sjónvarpinu. Það er langt síðan ég hef komið með eitthvað til að narta í og er spennt að deila þessari bombu með ykkur. Hér er á ferðinni ídýfa með nautahakki,...
Indversk kjúklingasúpa
Helgin mín var heldur betur skemmtileg en ég var að kynna nýju matreiðslubókina mína – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – á bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar bauð ég gestum og gangandi upp á Kúlugottið dásamlega. Ég bjó til 5000 stykki fyrir helgina sem kláruðust öll og í hvert skipti sem fólk smakkaði heyrði ég alltaf..ummmmm. Þarna voru...
Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
Partý, partý, partý! Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu...
Ómótstæðilegt epla nachos!
Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Super nachos með bræddum osti & salsakjúklingi
Mér þykir ótrúlega gaman og gott að fá mér super nachos á veitingahúsi. Tosa til mín nachosflögurnar með hrúgu af bræddum osti, salsakjúklingi og dýfa í sýrða rjómann. Hreinn unaður!! Ég gerði þessa uppskrift um síðustu helgi og nýtti afganginn af límónukjúklinginum frábæra sem var í matinn kvöldinu áður og smellpassaði í þennan rétt. Uppskriftina...
Ristaðar & kryddaðar kjúklingabaunir
Kjúklingabaunir eru án kólesteróls en auðugar af próteini,kolvetnum og steinefnum og því tilvaldar sem heilsusamlegt og gott nasl. Þetta nasl er hinvegar hrikalega ávanabindnandi! Ristaðar stökkar og bragðgóðar kjúklingabaunir, kryddaðar eftir smekk hvers og eins. Það tekur stutta stund að skella í svona, en ég mæli með að þið tvöfaldið uppskriftina þar sem þetta hverfur...
Hunangsgljáður cheddar ostur
Ef ykkur vantar fallegt, bragðgott, öðruvísi og ofureinfalt snarl að þá er þessi réttur mjög líklega sá eini rétti!! Hér er um að ræða góðan ost með hunangsgláa, döðlum og valhnetum, borðað á eplasneið. Í þessari uppskrift notum við cheddarost sem fæst í flestum matvörubúðum, en það er í raun hægt að nota hvaða ost...
Eggaldinmauk með myntu
Þessa eggaldinmauk geri ég reglulega þegar okkur langar í hollt og gott snarl og bragðast alveg frábærlega með ristaðri tortillu, pítubrauði eða sem álegg á samloku. Reykt eggaldinmauk með myntu 1/3 bolli möndlur 1 stórt eða 2 lítil eggaldin 2 msk ólífuolía 2-3 msk sítrónusafi 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk fersk mynta, söxuð 2 msk...
Sætkartöflu panini í pítubrauði
Perfecto Perfecto Perfecto Það er ótrúlegt hvað svona lítil og nett samloka getur gert mikið fyrir bragðlaukana. Hún nær fullkomnun eins langt og fullkomnun nær. Þessi panini er einföld og fljótgerð og á alltaf við hvort sem er sem hádegismatur eða veislumatur. Gleymdu öllum uppskriftum sem þú hefur áður séð og gerðu þessa..núna! Sætkartöflu panini...