Þessar rjómalöguðu kartöflur fékk ég í matarboði á dögunum hjá matgæðingnum og vinkonu minni henni Jennu Huld. Máltíðin var dásamleg og síðan þá hef ég verið með þráhyggju yfir þessum rjómalöguðu kartöflum með söxuðum vorlauk sem hún bauð upp á með steikinni og er svo yndisleg að deila hér henni með okkur. Hér er klárlega...
Tag: <span>vorlaukur</span>
Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku
Hér er á ferðinni snilldar eggjasalat með chilímauki, vorlauki og grillaðri papriku. Skemmtileg tilbreyting frá venjubundna eggjasalatinu sem er þó alltaf gott og svo ótrúlega gott. Chilímaukið setur hér punktinn yfir i-ið á þessu frábæra eggjasalati sem þið hreinlega verðið að prufa. Ómótstæðilegt eggjasalat tilbúið á 10 mínútum Dásamlegt á kex eða brauð Spicy...
Asískur kjúklingaréttur
Það er alltaf ákveðið tilhlökkunarefni þegar að jólablöðin detta inn í hús, ég tala nú ekki um öll girnilegu matar- og eftirréttaruppskriftirnar sem að koma á þessum árstíma. Ég fékk þann heiður að vera á forsíðu Vikunnar í einu mest selda blaði Vikunnar, jólamatarblaðinu. Þar er GulurRauðurGrænn&salt, ásamt öðru flottu fólki, með tillögur að ótrúlega...
Mínútusteik á asískan máta
Hér er uppskrift að skemmtilegri steik sem gaman er að prufa á næstu dögum. Marineringin gerir kraftaverk með saltri soyasósunni, pressuðum hvítlauki og mögnuðu bragði sesamolíunnar. Í uppskriftina notuðum við mínútusteik frá Kjarnafæði en hana er hægt að kaupa frosna í öllum helstu matvöruverslunum. Einföld og ótrúlega góð uppskrift sem gerir gott kvöld enn betra....