Þessi terta er algerlega himnesk þó ég segi sjálf frá og slær alltaf í gegn. Hún er alveg ótrúlega bragðgóð og fersk og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Í botnana nota ég jarðarberjajógúrt frá Örnu og gefur það botnunum alveg sérstaklega gott bragð og verða mjög mjúkir.
Ég skreyti hana venjulega með ríflegu magni af allskonar berjum en einnig er fallegt að bæta við ferskum blómum eða jafnvel skilti með nafni fermingarbarns. Sannkölluð vorterta sem blæs okkur birtu í brjóst.
Uppskrift og myndir unnar af Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík
Leave a Reply