
Gnocchi er ekki vel þekkt meðal íslendinga en það er svo sannarlega kominn tími til að við kynnumst þessu hráefni því það er að alveg himneskt. Gnocchi eru litlar deigkúlur sem eru notaðar í stað pasta en eru ögn seigari. Á ítalíu er þessi réttur ofast borinn fram sem forréttur en einnig sem meðlæti. Í Gnocchi er oftast notað semolina, hveiti, egg, kartöflur og brauðmylsnur. Gnocchi di patate er að mestu unnið úr kartöflum. Það er gaman að prufa að útbúa Gnocchi sjálfur en stundum þegar ekki gefst tími til er líka gott að geta keypt ferskt Gnocchi frá RANA út í búð. Virkilega góður réttur sem ég mæli með að þið prufið.

Leave a Reply