Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu sem framleiðir laktósfríar mjólkurvörur.
300 g súkkulaði | |
240 ml mjólk (má nota möndlumjólk) | |
3-5 msk sykur | |
klípa af salti | |
1 stór dós (500 g) hrein grísk jógúrt, frá Arna | |
1-2 msk Amaretto eða Grand Mariner (má sleppa) |
1. | Saxið súkkulaðið smátt. |
2. | Hitið mjólk, sykur og salt í skál yfir vatnsbaði við meðalhita, en varist að láta mjólkina sjóða. Hrærið reglulega í blöndunni. |
3. | Setjið súkkulaðið saman við og látið standa án þess að hræra saman við mjólkina í 1 mínútu |
4. | Takið af hitanum og hrærið varlega í blöndunni þar til súkkulaðið hefur blandast vel saman við súkkulaðið. |
5. | Hellið öllum vökva frá grísku jógúrtunni. Setjið í skál og hrærið með gaffli þar til hún verður létt og loftkennd. |
6. | Hrærið í súkkulaðiblöndunni aftur og bætið saman við jógúrtið. Setjið líkjörinn saman við ef þið ætlið að hafa hann. Veltið blöndunni varlega saman með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. |
7. | Setjið í kæli í 2 klst eða yfir nótt (þá þykknar hún). |
8. | Berið fram með rjóma eða hrærið smá af grískri jógúrt saman við vanilludropa og smá síróp og setjið út í. Skreyið með pistasíuhnetum og etv. ferskum berjum. |
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu sem framleiðir laktósfríar mjólkurvörur.
Leave a Reply