Dumle pie með salthnetum og mjólkursúkkulaði
Dumle pie með salthnetum og mjólkursúkkulaði
Dumle pie með salthnetum og mjólkursúkkulaði

Innihaldslýsing

220 g ültje salthnetur - skipt í 95g og 125g
125 g hveiti
25 g púðursykur
¼ tsk sjávarsalt
115 g ósaltað smjör, kalt og skorið í bita
3 msk ískalt vatn
360 g Dumle karamellur
½ dl rjómi
200 g Milka mjólkursúkkulaði
1 msk rjómi
Fyrir 8-10 manns

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 175°C.
2.Setjið 95 g af salthnetum í matvinnsluvél ásamt hveiti, salti, púðursykri og púlsið þangað til áferðin verður líkt og gróft mjöl.
3.Bætið þá við köldu smjörinu og púlsið áfram þar til smjörið verður eins og litlar baunir. Setjið þá blönduna og hnoðið köldu vatninu saman við. Passið að hnoða deigið bara rétt svo að það loði saman.
4.Setjið bökunarpappír í botn á 24cm bökuformi og þjappið deiginu ofan í. Það er gott að setja smá hveiti á fingurna áður og passið að þjappa því eins jafnt í formið og hægt er, bæði botn og upp á kanta. Gatið botninn vel með gaffli og bakið hann í ca. 20 mínútur.
5.Á meðan botninn bakast tökum við karamellurnar úr plastinu og setjum í pott ásamt rjómanum. Bræðum þær á vægum hita þar til þær eru alveg samlagaðar. Slökkvið á hellunni og bætið við 125gr af salthnetum út í og hrærið saman.
6.Þegar botninn er tilbúinn er hann tekinn út úr ofninum og Dumle karamellublöndunni hellt yfir og slétt úr.
7.Bræðum því næst mjólkursúkkulaði í vatnsbaði ásamt 1 msk af rjóma. Þegar súkkulaðið er nánast alveg bráðið er skálin tekin af pottinum og hrært þangað til alveg samlagað.
8.Smyrjið súkkulaðinu yfir karamellufyllinguna og skreytið með söxuðum Dumle karamellum og salthnetum. Geymið í kæli.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.