Innihaldslýsing

300 g súkkulaði
240 ml mjólk (má nota möndlumjólk)
3-5 msk sykur
klípa af salti
1 stór dós (500 g) hrein grísk jógúrt, frá Arna
1-2 msk Amaretto eða Grand Mariner (má sleppa)
Uppskriftin er fyrir 4-6 manns

Leiðbeiningar

1.Saxið súkkulaðið smátt.
2.Hitið mjólk, sykur og salt í skál yfir vatnsbaði við meðalhita, en varist að láta mjólkina sjóða. Hrærið reglulega í blöndunni.
3.Setjið súkkulaðið saman við og látið standa án þess að hræra saman við mjólkina í 1 mínútu
4.Takið af hitanum og hrærið varlega í blöndunni þar til súkkulaðið hefur blandast vel saman við súkkulaðið.
5.Hellið öllum vökva frá grísku jógúrtunni. Setjið í skál og hrærið með gaffli þar til hún verður létt og loftkennd.
6.Hrærið í súkkulaðiblöndunni aftur og bætið saman við jógúrtið. Setjið líkjörinn saman við ef þið ætlið að hafa hann. Veltið blöndunni varlega saman með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
7.Setjið í kæli í 2 klst eða yfir nótt (þá þykknar hún).
8.Berið fram með rjóma eða hrærið smá af grískri jógúrt saman við vanilludropa og smá síróp og setjið út í. Skreyið með pistasíuhnetum og etv. ferskum berjum.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu sem framleiðir laktósfríar mjólkurvörur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.