Innihaldslýsing
olía til steikingar | |
2-3 hvítlauksrif, smátt söxuð | |
1/2 laukur, smátt saxaður | |
1 1/2 msk garam masala | |
1 tsk kóríanderkrydd | |
1 tsk cumin (ekki kúmen) | |
1 tsk paprikukrydd | |
1 blómkál | |
1 dós saxaðir tómatar | |
2 1/2 dl kókosmjólk, t.d frá Blue dragon | |
2 dl vatn + 1 tsk grænmetiskraftur, t.d. frá Oscar | |
salt og pipar | |
ferskt kóríander (má sleppa) |
Fyrir 3-4
Leiðbeiningar
1. | Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk, garam masala, kóríander, kúmin og paprikukrydd í um 1-2 mínútur (hrærið stöðugt) eða þar til blandan er farin að gefa frá sér góðan ilm. |
2. | Skerið blómkálið niður og bætið út á pönnuna og steikið áfram í 2 mínútur. |
3. | Bætið þá tómötum, kókosmjólk, vatni og grænmetiskrafti saman við og látið malla í 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. |
4. | Bætið kjúklingabaunum saman við og hitið í 3-4 mínútur til viðbótar. |
5. | Setjið í skál og berið fram með hrísgrjónum og etv. fersku kóríander. |
Leave a Reply