Innihaldslýsing

220g mjúkt smjör
1 bolli sykur
3 stór egg við stofuhita
2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
1 dós þykk ab mjólk með jarðarberjum frá Örnu
2 msk ferskur sítrónusafi
Raspaður börkur af 1/2 sítrónu
1 bolli frosin hindber
1/2 bolli sykur
1 bolli flórsykur (fyrir kremið)
örlítið vatn
Ó, þessi tvenna er alltaf svo sumarleg og góð. Hindber og sítrónur bera með sér sumarlegan blæ og eiga svo undurvel saman í kökum. Þessi marmarakaka er líka jafn falleg og hún er góð. Með einföldum hindberjaglassúr verður hún algjörlega fullkomin. Eitt af því sem gerir hana svo mjúka og bragðgóða er þykka ab mjólkin...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 175°C blástur
2.Setjið frosnu hindberin í lítinn pott ásamt 1/2 bolla af sykri. Sjóðið saman þar til berin eru alveg maukuð og blandan farin að þykkna. Sigtið fræin frá og geymið maukið í skál
3.Þeytið mjúka smjörið og 1 bolla af sykri saman í skál, bætið svo einu eggi við í einu. Þeytið þar til létt og ljóst.
4.Setjið hveiti, lyftiduft, ab mjólk, sítrónusafa og sítrónubörk saman við og hrærið áfram bara þannig að deigið rétt blandist saman. Passið að hræra ekki of mikið þegar hveitið er komið saman við.
5.Takið 1/3 - 1/2 af deiginu og setjið í skál, blandið saman við 1/3 bolla af hindberjamaukinu og örlítið af rauðum matarlit ef vill (skiljið eftir ca. 3 msk af maukinu eftir fyrir kremið)
6.Setjið bökunarpappír eða smyrjið vel ílangt bökunarform. Setjið ljósa og bleika deigið til skiptis í formið og byrjið á ljósa deiginu. Það getur verið fallegt að blanda aðeins deiginu saman með grillpinna t.d
7.Bakið í miðjum ofni í 1 klst, misjafnt eftir ofnum en ef formið er minna gæti tíminn lengst. Stingið prjóni í kökuna til að kanna hvort hún sé tilbúin, ef prjóninn kemur út hreinn er hún tilbúin.
8.Þegar kakan er orðin köld, hrærið flórsykri og rest af hindberjamaukinu saman við, bætið nokkrum dropum af vatni saman við ef það verður of þykkt. Þið getið stjórnað áferðinni á kreminu með því að bæta vatni eða flórsykri út í. Skreytið með því sem hugurinn girnist.

Ó, þessi tvenna er alltaf svo sumarleg og góð. Hindber og sítrónur bera með sér sumarlegan blæ og eiga svo undurvel saman í kökum. Þessi marmarakaka er líka jafn falleg og hún er góð. Með einföldum hindberjaglassúr verður hún algjörlega fullkomin.

Eitt af því sem gerir hana svo mjúka og bragðgóða er þykka ab mjólkin með jarðarberjum frá Örnu. Hún passar alveg sérstaklega vel með og ýtir bara undir góða hindberjabragðið.

Gleðilegt sumar!

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.