Innihaldslýsing

6 lífræn epli lítil
300g frosin lífræn bláber
50g Cristallino hrásykur
1 msk gróft spelt
2 stk Kókos súkkulaði frá Rapunzel
Þessi dásemdar ávaxtabaka er að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Svo ég tali nú ekki um há sumar eftir góðan grillmat. Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara. Einnig er snjallt að setja hráefnin í álbakka og græja bökuna á grillinu.

Leiðbeiningar

1.Hitið ofn í 180°C
2.Afhýðið og saxið eplin og setjið í meðalstórt eldfast form
3.Setjið frosin bláber þar yfir og blandið saman við eplin. Stráið sykri og spelti yfir.
4.Skerið súkkulaðið í sneiðar og setjið yfir eplablönduna
5.Útbúið crumble toppinn og dreifið yfir. Bakið í 40 - 50 mín. Berið fram með þeyttum jurtarjóma, Oatly vanillusósu eða Oatly vanilluís.

Þessi dásemdar ávaxtabaka er að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Svo ég tali nú ekki um há sumar eftir góðan grillmat. Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara.

Einnig er snjallt að setja hráefnin í álbakka og græja bökuna á grillinu.

Rapunzel Coconut Bites bittersweet 50 gr. - Heilsuhúsið

Færsla og myndir unnið af Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.