Innihaldslýsing

150g rifinn ostur með pipar frá Örnu
1/2 kryddostur með pipar frá Örnu, rifinn
1 egg
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk þurrkuð steinselja
1/2 tsk þurrkað oregano
Þetta er örugglega auðveldasta og besta keto uppskrift sem til er. Örfá hráefni, undirbúningurinn tekur bara örfáar mínútur og útkoman eru ótrúlega góðar brauðstangir sem fáir standast, líka þau sem...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 190°C
2.Blandið öllu saman í skál og mótið á bökunarpappír í ca. sömu stærð og 12" pizza
3.Bakið í 15 mín, stillið svo á grillið í ofninum og grillið í nokkrar mín en fylgist vel með!
4.Leyfið mesta hitanum að rjúka úr og skerið í stangir. Berið fram með sykurlausri pizzasósu líkt og Hunt's pizzasósu.

Þetta er örugglega auðveldasta og besta keto uppskrift sem til er. Örfá hráefni, undirbúningurinn tekur bara örfáar mínútur og útkoman eru ótrúlega góðar brauðstangir sem fáir standast, líka þau sem ekki eru keto.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.