Blandið öllum hráefnum vel saman og mótið í litlar kjötbollur. Setjið á ofnplötu og bakið í 200°c heitum ofni í 15 mínútur eða þar til þær eru stökkar að utan og fulleldaðar að innan. Setjið í skál og hellið sósunni yfir heitar kjötbollurnar og blandið vel saman. Berið fram með niðurskornum vorlauk, sesamfræjum og núðlum.
Asísk sósa
150 ml Hoisin sósa frá Blue dragon
60 ml hrísgrjónaedik (rice vinegar frá Blue dragon)
2 hvítlauksrif, pressuð
2 msk sojasósa frá Blue dragon
1 tsk sesamolía frá Blue dragon
1 tsk engiferkrydd
Hrærið öllum hráefnum fyrir sósuna saman í skál.
Asísar kjötbollur sem eru frábærar í kvöldmatinn nú eða sem pinnamatur í veisluna.
Leave a Reply