Innihaldslýsing

2 bollar hveiti
3 msk döðlusykur
2 tsk lyftiduft
1/2 matarsódi
1/2 tsk salt
1 1/2 bolli Oatly ikaffe haframjólk
1/4 bolli Oatly sýrður hafrarjómi
1/4 bolli avocado olía, má líka vera bragðlaus kókosolía
2 tsk eplaedik
2 tsk vanilludropar
1 plata 70% súkkulaði frá Rapunzel gróft saxað (80g)
1 ferna vanillusósa frá Oatly
Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega. Ég nota hér bæði Oatly sýrða hafrarjómann og Oatly kaffi mjólkina en hún er feitari en þessi hefðbundna og mæli hiklaust með henni í bakstur. Til þess að toppa þetta algjörlega þeytti...

Leiðbeiningar

1.Blandið saman öllum þurrefnum í skál fyrir utan súkkulaðið.
2.Setjið öll blautu efnin í aðra skál og hrærið vel. Hellið út í þurrefnin og blandið þar til kekkjalaust. Hrærið súkkulaðið út í með sleikju.
3.Hitið belgískt vöfflujárn og spreyið með olíuspreyi. Súkkulaðið gæti valdið því að vöfflurnar festist frekar. Setjið um 1/4 bolla fyrir hverja vöfflu. Bakist þar til vöfflurnar eru orðnar vel gylltar.
4.Þeytið vanillusósuna frá Oatly líkt og þeyttan rjóma, berið fram með vanillusósunni og því sem hugurinn girnist.

Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega. Ég nota hér bæði Oatly sýrða hafrarjómann og Oatly kaffi mjólkina en hún er feitari en þessi hefðbundna og mæli hiklaust með henni í bakstur. Til þess að toppa þetta algjörlega þeytti ég vanillusósuna frá Oatly í stað þess að bjóða upp á hefðbundinn jurtarjóma og það er bara gjörsamlega sturlað gott. Eitthvað sem allir verða að prófa!

 

Færsla og myndir unnið af Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.