Innihaldslýsing

350 g De Cecco pasta
50 g smjör
1 msk ólífuolía
1-2 rauð chilí, skorin í þunnar sneiðar
1/2 púrrulaukur, sneiddur
5-8 hvítlauksrif, smátt söxuð
2 pakkar af risarækju frá Sælkerafiski
1/2 askja Philadelphia sweet chilí rjómaostur
2 dl hvítvín
salt og pipar
steinselja, smátt söxuð
Fyrir 3

Leiðbeiningar

1.Bætið rjómaosti saman við og síðan hvítvíni. Látið malla í smá stund og smakkið til með rjómaosti, hvítvíni, salti og pipar.
2.Hitið olíu og smjör á pönnu. Steikið hvítlauk, púrrulauk og chilí í 1 mínútu og bætið þá risarækjunum saman við.
3.Setið pastað í skál og látið risarækjurnar saman við.
4.Stráið jafnvel chilíflögum og smátt saxaðri steinselju saman við.
Það þarf ekkert að hafa mörg orð um þessa uppskrift. Einfaldlega með betri pastaréttum lífsins!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.