
Uppskriftin er aðlöguð að uppskrift frá Sallys Baking Addiction

| 2 dósir svartar baunir | |
| 1 msk ólífuolía | |
| 1/2 paprika, smátt skorin | |
| 1/2 laukur, smátt saxaður | |
| 3 hvítlauksrif, pressuð | |
| 1 1/2 tsk cumin | |
| 1 tsk chilí duft | |
| 1/2 tsk hvítlauksduft | |
| 1/4 tsk reykt paprika | |
| 1/2 bolli brauðrasp | |
| 1/2 bolli fetaostur | |
| 2 egg | |
| 1 msk worcestershire sósa | |
| 2 msk tómat- eða bbq sósa | |
| salt og pipar |
| 1. | Hellið vökvanum frá baununum og leggið á ofnplötu með smjörpappír. Dreyfið vel úr og eldið við 150°c í 15 mínútur. |
| 2. | Setjið olíu í pott og steikið lauk, hvítlauk og papriku við vægan hita. Setjið í skál ásamt hinum hráefnunum og bætið að lokum svörtu baunum saman við. Stappið baunirnar lítillega og mótið í buff. |
| 3. | Ef deigið er of blautt bætið þá smá hveiti saman við. |
| 4. | Grillið eða látið í 190°c heitan ofn í 10 mínútur á hvorri hlið. |

Uppskriftin er aðlöguð að uppskrift frá Sallys Baking Addiction
Leave a Reply