Innihaldslýsing

1 pakki nautabollur með basilsprettum, frá Norðlenska
800 gr tómatpassata (maukaðir tómatar)
1 lítil dós tómatpúrra
1 hvítlauksrif
1/2 laukur, smátt saxaður
1 tsk basil (jafnvel mun meira ef fersk)
1 tsk sjávarsalt
1/4 tsk pipar
2 msk sykur
60 ml ólífuolía
1/4 bolli parmesan
mozzarellaostur
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Sósan: Hitið olíuna í stórum potti. Steikið lauk og hvítlauk í 1-2 mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Hrærið reglulega í lauknum svo hann brenni ekki.
2.Bætið hinum hráefnunum, að kjötbollum og mozzarella undanskyldu, í pottinn og látið malla við vægan hita í um 15 mínútur. Smakkið til og bætið ef til vill smá balsamik ediki saman við.
3.Hitið olíu á pönnu og brúnið kjötbollurnar lítillega.
4.Látið olíu í botninn á ofnföstu formi. Setjið kjötbollurnar í formið og hellið pastasósunni yfir kjötbollurnar.
5.Stráið mozzarellaosti yfir allt og látið í 180°c heitan ofn í 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og kjötbollurnar eldaðar í gegn.
6.Berið fram með parmesan og ef til vill chilíflögum

Norðlenska hefur sett nýjar vörur á markað í samstarfi við íslenska sprotafyrirtækið Sprettu. Sprettur eru hollari og ríkari af bætiefnum en annað grænmeti og algjör ofurfæða. Með því að nota engin eiturefni, lágmarka orkuþörf og losa engan ólífrænan úrgang er framleiðslan eins ábyrg og völ er á og neytandinn beinlínis þátttakandi í bættu neyslumynstri, styttri flutningsleiðum og hollari matvælaneyslu.

Nautabollurnar eru úr íslensku hágæða nautakjöti og ferskum sprettum. Hér er það miðjarðarhafskryddið basilika sem ræður för og eru þær því upplagðar í klassíska pastarétti og í tómatlagaðar sósur. Nautabollurnar eru líka bragðgóðar kaldar og má því auðveldlega lauma þeim í nestisboxið með smávegis af pasta og tómatsósu fyrir yngstu kynslóðina. Nautabollurnar eru brjálæðislega góðar í langlokur með grænmeti og osti og hitaðar á grilli eða í ofni.

Lambabollurnar eru eins hrein fæða og hugsast getur, íslenskt lambakjöt og ferskar kóríandersprettur sem gefa bollunum Mið-Austurlanda-keim en þar leikur kóríander lykilhlutverk. Þær eru tilvaldar einar og sér með góðri, kaldri hvítlaukssósu, mangó-chutney og hrísgrjónum. Einnig er upplagt að skella þeim í pítuna með grænmeti og sósu að eigin vali. Lambabollurnar eru frábærar helmingaðar í heimagerðar “meat´n cheese” pizzur og svo bara bornar fram fulleldaðar á veisluborð með myntusósu eða “chili mayo”.

Krónan er í samstarfi við Norðlenska og Sprettu og verða vörurnar eingöngu seldar
í verslunum Krónunnar.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Norðslenska.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.