Innihaldslýsing

800 g þorskur (eða hvítur fiskur að eigin vali)
2 dl hrein jógúrt
6-7 msk tandoori mauk
1 1/2 msk agave síróp
svartur pipar
Hrærið öllum hráefnunum, að fisknum undanskildum, saman í skál. Hellið marineringunni yfir fiskinn og látið marinerast í að minnsta kosti 30 mínútur (má gera kvöldinu áður). Takið fiskinn úr marineringunni og setjið í ofnfast mót. Eldið í 210°c heitum ofni í um 10 mínútur en látið ofninn á grill síðustu 2 mínúturnar. Berið fram með hrísgrjónum, naan brauði og rajita sósu.
Fyrir 4

Var áramótaheitið kannski að hafa fisk oftar í matinn?

Fiskur er hollur matur sem hægt er að elda á marga vegu. Hann hentar bæði sem hversdagsmatur en er einnig hinn fullkomni
helgarmatur. Það er gaman að prufa sig áfram með góða fiskrétti og hvet ég ykkur til að prufa að elda eitthvað nýtt reglega. Þið getið til dæmis farið á vefsíðuna Fisk í matinn þar sem hægt er að finna flotta fiskrétti sem bræða hjörtu heimilismanna.

 

#samstarf

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.