Innihaldslýsing

4 kjúklingabringur
1/2 sveppa box
4 kubbar frosið spínat, þýtt
20g smjör
1/2 kryddostur með hvítlauk frá Örnu
100g mozzarella með pipar frá Örnu
Hvítlauksduft, svartur pipar, sjávarsalt
panini krydd, ég notaði frá Pottagöldrum eða gott kjúklingakrydd
Þessar kjúklingabringur eru alveg brjálæðislega góðar og fullkominn laugardagsréttur eða jafnvel fyrir matarboðið. Hann er ekki flókinn í gerð og tekur ekki langan tíma. Ég bar þær fram með sætkartöfluteningum en það passar jafn vel að hafa hrísgrjón og jafnvel eitthvað gott pasta. Salat og gott hvítvín væri nú heldur ekki amalegt!  

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að skera vasa í kjúklingabringurnar
2.Skerið sveppina í sneiðar og þýðið spínatið
3.Setjið smjörið á pönnu og steikið sveppina þar til þeir eru farnir að brúnast. Bætið spínatinu saman við og steikið áfram í 2-3 mín.
4.Setjið ostinn í skál og heita sveppablönduna yfir. Heitir sveppirnir bræða aðeins ostinn og þá binst þetta saman.
5.Setjið 1/4 af blöndunni inn í hverja bringu og setjið í eldfast mót.
6.Berið fram með sætkartöfluteningum, hrísgrjónum, salati eða hverju sem ykkur dettur í hug.
7.Ofnbakið bringurnar á 200°C í 25 mín. e

Þessar kjúklingabringur eru alveg brjálæðislega góðar og fullkominn laugardagsréttur eða jafnvel fyrir matarboðið. Hann er ekki flókinn í gerð og tekur ekki langan tíma. Ég bar þær fram með sætkartöfluteningum en það passar jafn vel að hafa hrísgrjón og jafnvel eitthvað gott pasta. Salat og gott hvítvín væri nú heldur ekki amalegt!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.