Innihaldslýsing

6 litlar tortillur
agúrka í litlum bitum
avocado í sneiðum
iceberg saxað
tómatar saxaðir
12-18 falafel bollur, keyptar tilbúnar eða heimagerðar
1 bolli Tyrknesk jógúrt frá Oatly
1 msk ólífuolía
1 msk tahini
1 hvítlauksgeiri raspaður á rifjárni
1 tsk þurrkað dill
1/4 tsk himalaya salt
smá svartur pipar
sriracha sósa eftir smekk
ferskt kóríander
  Það sem ég er spennt fyrir þessum rétti! Ótrúlega einfalt, ferskt og gott. Hér nota ég tilbúnar falafel bollur til að stytta mér leið en ef þið hafið metnað í að gera þær frá grunni er það auðvitað en betra! Ég gæti borðað þessar vefjur í öll mál og mögulega gerist ég sek um...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita falafel bollur í ofni ef þær eru keyptar tilbúnar.
2.Hitið grillpönnu vel og grillið tortillurnar á hvorri hlið og setjið til hliðar.
3.Hrærið saman innihaldsefnum í sósuna, Oatly jógúrt, tahini, ólífuolíu, dilli, salti og pipar
4.Skerið grænmetið og setjið til hliðar
5.Þegar falafel bollurnar eru tilbúnar setjið þið saman tortillurnar, gott er að setja þær á bakka. Smyrja fyrst jógúrtsósunni, setja saxað iceberg, gúrku, tómata, avocado, falafel og toppa með sósum og kóríander

 

Það sem ég er spennt fyrir þessum rétti! Ótrúlega einfalt, ferskt og gott.

Hér nota ég tilbúnar falafel bollur til að stytta mér leið en ef þið hafið metnað í að gera þær frá grunni er það auðvitað en betra! Ég gæti borðað þessar vefjur í öll mál og mögulega gerist ég sek um að setja sósuna á allt. Þetta er ekta shawarma jógúrtsósa nema að hún er vegan og ég er bara jafnvel ekki frá því að hún sé betri með Oatly tyrkneska jógúrtinu!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.