Innihaldslýsing

200g pastaskrúfur, ég notaði heilkorna frá Rapunzel
1 græn paprika
120g sveppir
10cm blaðlaukur, ég notaði úr miðjunni
1 hvítlauskrif marið
2 dósir Oatly smurostur með tómat og basiliku
3 vegan pylsur að eigin vali skornar í bita
1 msk sojasósa
1 msk næringarger
2 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel (má setja meira ef vill)
2 msk tómatpúrra
1 tsk oregano
1/4 tsk cayenne pipar
1 tsk paprikukrydd
1/2 tsk timian
1/2 tsk steinselja
salt og pipar eftir smekk
olía til steikingar
Þessi pastaréttur er alveg ótrúlega fljótlegur og einfaldur. Hann er 100% vegan en meira að segja mestu kjötæturnar elska hann. Ég nota í hann vegan pylsur, nóg af grænmeti og sósan er gerð úr dásamlega Oatly smurostinum. Fullkominn hversdags en samt geggjaður í matarboð!      

Leiðbeiningar

1.Skerið grænmetið
2.Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka
3.Hitið smá slettu af olíu á pönnu og steikið grænmetið. Það má alveg brúnast aðeins.
4.Setjið smurostana út á grænmetið ásamt kryddum, krafti, sojasósu og tómatpúrru, hrærið vel. Smakkið til með salti og pipar og eflaust fleiri kryddum ef þið viljið.
5.Setjið pastað út á pönnuna og veltið upp úr sósunni. Setjið pylsubitana út í síðast og veltið varlega saman við.

Þessi pastaréttur er alveg ótrúlega fljótlegur og einfaldur. Hann er 100% vegan en meira að segja mestu kjötæturnar elska hann. Ég nota í hann vegan pylsur, nóg af grænmeti og sósan er gerð úr dásamlega Oatly smurostinum. Fullkominn hversdags en samt geggjaður í matarboð!

 

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.