Innihaldslýsing

1 rauð paprika, skorin í teninga
1 laukur, skorinn í teninga
1 msk ferskt engifer, fínrifið
3 msk rautt karrýmauk (curry paste)
2 dósir kókosmjólk
500 ml kjúklingakraftur (3 kjúklingateningar leystir upp í 500 ml heitu vatni)
2 msk fiskisósa
2 msk Sukrin gold
2 msk sykurlaust hnetusmjör
2-3 eldaðar kjúklingabringur eða eldaðar risarækjur
safi úr 1 límónu
1 poki Barenaked núðlur
Fyrir 4-6 manns

Leiðbeiningar

1.Léttsteikið lauk, papriku og bætið engifer saman við.
2.Bætið rauðu karrý, kókosmjólk, kjúklingakrafti, fiskisósu, púðusykri, hnetusmjöri og baununum saman við og hrærið vel í. Leyfið súpunni að malla við lágan hita í 45 mínútur eða eftir því sem tíminn leyfir.
3.Kreistið safa úr einni límónu út í og bætið einnig kjötinu saman við.
4.Hellið vökvanum af núðlunum og steikið í 2-3 mínútur.
5.Látið súpuna í skálar og bætið núðlum í hverja skál.
6.Gott er að toppa súpuna með söxuðu kóríander, vorlauk og söxuðum salthnetum.

 

Barenaked pasta og hrísgrjón eru fullkominn valkostur fyrir alla sem vilja minnka hlutfall kolvetna í mataræði sínu og þá sem eiga við sykursýki eða glútenóþol að stríða. Barenaked lágkolvetna vörurnar eru fitusnauðar og innihalda einungis 15-22 kaloríur í hverjum skammti.

Lykilhráefni í Barenaked vörunum er konjac-rótin sem er ræktuð víða í Asíu og er nánast kaloríu- og kolvetnasnauð. Konjac-rótin er mjög trefjarík en inniheldur hvorki fitu, sykur né sterkju. Hún er því frábær kostur fyrir þá sem aðhyllast kolvetnaminna mataræði, ketó, LKL eða eru vegan.

Í Barenaked vörunum er blanda af konjac-rót, sojabaunamjöli og haframjöli en þannig fæst áferð sem líkist hefðbundnum rísnúðlum. Núðlurnar okkar og hrísgrjónin eru fljótelduð og drekka í sig bragð af hvers kyns sósum, súpum og kryddum. Á svipstundu má því töfra fram næringarríka og ljúffenga  máltíð í erli dagsins í stað þess að grípa óhollan skyndibita.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Barenaked

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.