5 dl mjólk | |
1 pakki þurrger | |
10 g salt | |
2 egg | |
1 dl ólífuolía | |
1 kg hveiti | |
2,5 dl Heinz pizzasósa | |
mozzarellaostur | |
skinka |
Gerir um 20 snúða
1. | Hitið mjólk þar til hún er orðin fingurvolg. Setjið þurrgerið saman við og látið standa í 5 mínútur. |
2. | Hrærið egg, olíu og salt vel saman og bætið mjólkurblöndunni saman við. |
3. | Hnoðið og látið hveiti smátt og smátt saman við. |
4. | Látið hefast í skál með rökum klút yfir í 60 mínútur. |
5. | Fletjið deigið út á hveitistráðu borði. |
6. | Dreyfið pizzusósu yfir deigið, þá skinku og að lokum setjið mozzarellaost yfir allt. |
7. | Rúllið deigið upp og skerið í bita. |
8. | Látið á ofnplötu með smjörpappír og bakið í 200°c heitan ofn í 15-20 mínútur. |
Leave a Reply