Innihaldslýsing

2 dl eggjahvítur eða 6 stórar, helst við stofuhita
360g sykur
1/2 tsk edik
1 tsk maizena mjöl
Digestive kex án súkkulaðis, mulið
3 bananar
Karamellusósa - sjá uppskrift
500ml rjómi frá Örnu
Suðusúkkulaði til að raspa yfir ef vill
Ein af mínum uppáhalds kökum eða eftirréttum er Banoffee pie. Það er dásamleg blanda af kexbotni, karamellu, þeyttum rjóma, bönunum og smá rifið súkkulaði á toppinn. Mig langaði að prófa að gera einhvers konar marengsútgáfu af því og heppnaðist hún ótrúlega vel. Passar sérlega vel á veisluborðið og nú þegar páskarnir eru framundan og fermingar...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að þeyta eggjahvíturnar, passið að skálin og þeytarinn sé tandurhrein og engar fituleyfar. Mér finnst gott að byrja á því að strjúka yfir með eldhúspappír sem ég hef sett aðeins af edik í.
2.Þegar toppar byrja að myndast í eggjahvíturnar byrjið þá að bæta við 1 msk af sykri í einu og þeytið vel á milli. Þegar allur sykurinn er kominn í og hann uppleystur að mestu setjið þá edikið og maizena mjölið saman við.
3.Teiknið 3 ca. 20 cm hringi á bökunarpappír og skiptið deiginu í þrennt. Mótið botnana með bakhliðinni á skeið eða spaða.
4.Hitið ofninn í 180°C, setjið botnana inn í ofninn og lækkið hitann strax í 130°C og bakið í 90 mín. Slökkvið á ofninum og látið botnana kólna í 4-5 klst eða yfir nótt.
5.Þeytið rjómann, passið að stífþeyta hann ekki alveg. Myljið nokkrar kexkökur og skerið bananana í sneiðar.
6.Setjið einn botn á kökudisk, smyrjið 1/3 af rjómanum á botninn. Raðið bananasneiðum á rjómann, dreyfið karamellu eftir smekk yfir bananana og setjið kexmylsnu yfir. Magn af kexmylsnunni eða karamellunni fer bara eftir smekk, mér finnst meira betra en minna.
7.Setjið botn nr. 2 ofan á og endurtakið. Setijð 3ja botninn á, smyrjið með restinni af rjómanum, setjið karamelluna yfir og toppið með kexmylsnu og röspuðu súkkulaði.
8.Ég mæli með því að setja á tertuna með góðum fyrirvara, hún verður bara betri við það.

Ein af mínum uppáhalds kökum eða eftirréttum er Banoffee pie. Það er dásamleg blanda af kexbotni, karamellu, þeyttum rjóma, bönunum og smá rifið súkkulaði á toppinn. Mig langaði að prófa að gera einhvers konar marengsútgáfu af því og heppnaðist hún ótrúlega vel. Passar sérlega vel á veisluborðið og nú þegar páskarnir eru framundan og fermingar einnig væri tilvalið að bjóða upp á þessa bombu.



 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.