Þessi kaka er fullkomin fyrir alla kaffiunnendur. Bökuð í ílöngu formi eins og kryddbrauð en með silkimjúku smjörkremi og kakódufti. Dúnmjúk og bragðgóð með áberandi góðu kaffibragði. Döðlusírópið gefur kökunni mýkt og örlítið karamellubragð.








| 170g sykur | |
| 240g hveiti | |
| 2 tsk matarsódi | |
| 90g smjör | |
| 70g döðlusíróp frá Rapunzel | |
| 2 dl sterkt kaffi | |
| 2 stór egg | |
| Kakóduft til þess að dusta yfir kökuna |
| 1. | Blandið þurrefnum saman í meðal stóra skál. |
| 2. | Bræðið smjör í litlum potti. Bætið sírópi og kaffi saman við og hrærið þar til samlagað. |
| 3. | Hellið smjörblöndunni saman við þurrefnin og að síðustu bætið við eggjunum og hrærið þar til samlagað. |
| 4. | Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið ílangt kökuform miðlungsstórt eða klæðið að innan með bökunarpappír. Hellið deiginu í formið og bakið í 45 mín eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út. |
| 5. | Kælið kökuna á grind. Útbúið kremið og smyrjið yfir kökuna. Dustið kakódufti yfir. |
Þessi kaka er fullkomin fyrir alla kaffiunnendur. Bökuð í ílöngu formi eins og kryddbrauð en með silkimjúku smjörkremi og kakódufti. Dúnmjúk og bragðgóð með áberandi góðu kaffibragði. Döðlusírópið gefur kökunni mýkt og örlítið karamellubragð.







Leave a Reply