Innihaldslýsing

170g sykur
240g hveiti
2 tsk matarsódi
90g smjör
70g döðlusíróp frá Rapunzel
2 dl sterkt kaffi
2 stór egg
Kakóduft til þess að dusta yfir kökuna
Þessi kaka er fullkomin fyrir alla kaffiunnendur. Bökuð í ílöngu formi eins og kryddbrauð en með silkimjúku smjörkremi og kakódufti. Dúnmjúk og bragðgóð með áberandi góðu kaffibragði. Döðlusírópið gefur kökunni...

Leiðbeiningar

1.Blandið þurrefnum saman í meðal stóra skál.
2.Bræðið smjör í litlum potti. Bætið sírópi og kaffi saman við og hrærið þar til samlagað.
3.Hellið smjörblöndunni saman við þurrefnin og að síðustu bætið við eggjunum og hrærið þar til samlagað.
4.Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið ílangt kökuform miðlungsstórt eða klæðið að innan með bökunarpappír. Hellið deiginu í formið og bakið í 45 mín eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.
5.Kælið kökuna á grind. Útbúið kremið og smyrjið yfir kökuna. Dustið kakódufti yfir.

Þessi kaka er fullkomin fyrir alla kaffiunnendur. Bökuð í ílöngu formi eins og kryddbrauð en með silkimjúku smjörkremi og kakódufti. Dúnmjúk og bragðgóð með áberandi góðu kaffibragði. Döðlusírópið gefur kökunni mýkt og örlítið karamellubragð.

 

 

 

Bio-Product: Date syrup, HAND IN HAND - Rapunzel Naturkost

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.