Ísmarengsterta með Daim kurli
by Avistain Bakstur, Eftirréttir, Jól, Kaka
Möndlumarengs
3 eggjahvítur
150 g sykur
100 g möndlur, saxaðar
Þeytið eggjahvítur og bætið sykri hægt saman við. Þeytið á hæstu stillingu í 5-10 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þéttur í sér. Bætið möndlum varlega saman við með sleif. Látið smjörpappír í form og látið marengsinn þar í. Bakið við 160°c í 60 mínútur. Opnið ekki ofninn á meðan.
Daimís
5 dl rjómi, þeyttur
3 eggjarauður
100 g sykur
4 Daim súkkulaði, saxað
Þeytið eggjarauður og sykur vel saman eða þar til blandan er orðin létt og ljós. Blandið rjómanum og Daimvarlega saman við með sleif. Hellið ísnum yfir kældan marengsinn. Frystið ístertuna í að minnsta kosti 2 klst áður en hún er borin fram. Skreytið með muldu Daim og berið fram með þeyttum rjóma.
Leave a Reply