Uppskriftin er unnin af fyrirmynd vefsíðunnar https://www.keyingredient.com
8 salatblöð | |
satay kjúklingur (uppskrift neðar) | |
baunaspírur (uppskrift neðar) | |
kókosnúðlur (uppskrift neðar) | |
1 msk ristaðar salthnetur, saxaðar | |
Tamarind kasjúhnetusósa (uppskrift neðar) | |
Hnetusmjörsósa (uppskrift neðar) | |
Sæt chilísósa (uppskrift neðar) | |
1. SATAY KJÚKLINGUR | |
700 g kjúklingalæri frá Rose Poultry | |
60 ml sojasósa frá Blue dragon | |
2 msk límónusafi | |
2 hvítlauksrif, pressuð | |
3/4 tsk chilíflögur | |
2 msk vatn | |
4 vorlaukar, smátt skornir | |
8 grillpinnar | |
2. Baunaspírur | |
Handfylli baunaspírur | |
1 msk sesamolía frá Blue dragon | |
1 msk sojasósa frá Blue dragon | |
1 tsk sesamfræ, ristuð | |
3. KARRÝ NÚÐLUR | |
350 g eggjanúðlur | |
1 msk pressaður hvítlaukur | |
1 msk rautt karrý paste, frá Blue dragon | |
250 ml kókosmjólk frá Blue dragon | |
250 ml kjúklingasoð frá Oscars | |
1 msk karrý | |
klípa turmeric | |
1 msk fiskisósa frá Blue dragon | |
1 msk límónusafi | |
4. THAI AGÚRKUR | |
80 ml hrísgrjónaedik frá Blue dragon | |
50 g sykur | |
60 ml vatn | |
1/4 tsk salt | |
1/4 tsk pipar | |
1 stór agúrka | |
5. TAMARIND SÓSA | |
40 g kasjúhnetur, saxaðar | |
1 msk hoisin sósa frá Blue dragon | |
2 hvítlauksrif, pressuð | |
2 vorlaukar, saxaðir | |
1/2 tsk pipar | |
1/4 tsk cayanne pipar | |
60 ml olía | |
3 msk hunang | |
6 msk hrísgrjónaedik/edik | |
1/2 tsk tamarind mauk (má sleppa) | |
1/2 tsk ristuð sesamfræ | |
6. HNETUSMJÖRSÓSA | |
70 g mjúkt hnetusmjör | |
2 msk vatn | |
4 msk sykur | |
1 msk sojasósa frá Blue dragon | |
1 tsk hrísgrjónaedik | |
1 tsk límónusafi | |
1/2 tsk chilíolia frá Filipo berio | |
7. CHILI SÓSA | |
60 ml hrísgrjónaedik | |
2 msk fiskisósa frá Blue dragon | |
60 ml heitt vatn | |
2 msk sykur | |
safi úr 1 límónu | |
1 tsk pressaður hvítlaukur | |
1 tsk chílí mauk |
1. | Satay kjúklingur: Skerið kjúklinginn í strimla og látið í glerskál. Blandið sojasósu, limónusafa, hvitlauk, engifee og chilíflögur saman í skál og bætið vatni saman við. Hrærið vel og hellið yfir kjúklinginn. Marinerið í minnst 30 mín en helst 2 klst. Leggið grillpinna í bleyti í 15 mín og þræðið kjúklinginn upp a pinnana. Grillið í 6-8 mín snúið yfir á hina hliðina þegar tíminn er hálfnaður. |
2. | Baunaspírur: Hitið oliu á pönnu og bætið spírunum út á pönnuna. Steikið þar til þær eru farnar að mýkjast. Geymið í kæli. |
3. | Kókosnúðlur: Eldið núðlur skv leiðbeiningum á pakkningu. Hitið kókosmjólk í potti við lágan hita og bætið karrý paste saman við. Látið núðlurnar saman við og berið fram. |
4. | Thai agúrkur: Setjið edik, sykur, vatn og salt saman í pott. Hitið við miðlungs hita og hrærið stöðugt í blöndunni þar til fer að sjóða og sykurinn er uppleystur. Takið af hitanum og kælið að stofuhita. Skerið agúrkuna, látið í skál og hellið marineringunni yfir. Hyljið og geymið í kæli í allt að 2 klst. |
5. | Tamarind sósa: Látið kasjúhnetur, hoisin sósu, hvítlauk, vorlauk, cayenne pipar og svartan pipar í blandara og maukið þar til blandan er orðin mjúk.Hitið oliu á pönnu og bætið hunangi, ediki og tamarind pulp þar í. Hitið við meðalhita í 1 mín. Bætið þessu saman við kasjúhnetublönduna og blandið saman þar til allt er orðið mjúkt. Látið í skál og stráið sesamfræjum yfir. Kælið í 30 mín. |
6. | Hnetusmjörsósa: Blandið hnetusmjör, vatni, sykri, sojasósu, ediki, límónusafa og chilí olíu saman í pott. Hitið þar til blandan fer að sjóða. Látið lok á og takið af hitanum. |
7. | Sæt chilísósa: Látið edik, fiskisósu, heitt vatn, sykur, límonusafa, hvítlauk og chili paste í blandara og blandið þar til mjúkt. Hellið í skál og berið fram. |
8. | Raðið öllum hráefnum á platta og leyfið hverjum og einum að útbúa sína vefju. |
9. | THE END |
Uppskriftin er unnin af fyrirmynd vefsíðunnar https://www.keyingredient.com
Leave a Reply