Hrekkjavöku graskerssúpa með draugalegum brauðstöngum
Graskerssúpa
1 grasker
1 1/2 msk púðursykur
1 laukur
3 hvítlauksrif
2 tsk rautt karrí
1 dl rjómi
2 stk grænmetiskraftur frá Knorr blandað saman við 5 dl heitt vatn
1 dl rjómi
ólífuolía
sítrónusafi
salt og pipar
Skafið úr graskerinu, skerið í teninga og látið í skál ásamt 1/2 dl af ólífuolíu, púðursykri og smá sjávarsalt. Bakið í 180°c heitum ofni í 30 mínútur eða þar til það er farið að mýkjast. Skerið lauk, hvítlauk og epli niður og steikið í olíu. Bætið karrímauki saman við og blandið vel saman. Látið graskerið í blandara ásamt laukblöndunni og grænmetissoði. Blandið þar til allt hefur blandast vel saman. Látið aftur í pottinn og bætið rjóma, sítrónusafa, salti og pipar saman við. Berið fram með daugalegum brauðstöngum.
Draugalegar brauðstangir
1 tilbúið pizzadeig
1 egg, léttþeytt
sesamfræ frá Til hamingju
möndlur frá Til hamingju
rauður matarlitur
Skiptið pizzadeiginu í bita og rúllið í brauðstangir. Veltið möndlum upp úr rauðum matarlit og ristið í ofni í 5-10 mínútur. Kælið möndlurnar og stingið þeim í deigið. Penslið brauðstangirnar með eggi og stráið sesamfræjum yfir. Bakið við 180°c heitan ofn í 15-20 mínútur eða þar til þær eru komnar með gylltan lit.
Það er tilvalið að draga út matarsóun og nýta graskerin til að gera bragðgóða og holla máltíð
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply