250 g smjör | |
250 g súkkulaði | |
1 dl espresso frá Nespresso, t.d. Ispirazion Ristretto eða Ispirazion Firenze | |
4 stór egg, við stofuhita | |
180 g sykur | |
1 tsk vanilludropar | |
klípa af salti |
1. | Setjið smjör og súkkulaði í pott og bræðið við vægan hita. Kælið. |
2. | Hrærið egg og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós. |
3. | Hellið súkkulaðismjörinu saman við í þunnri bunu og hrærið áfram. Bætið kaffi rólega saman við ásamt vanilludropum og klípu af salti. |
4. | Smyrjið 22 cm form og hellið deiginu þar í. Gott að láta álpappír undir og þétta vel svo deigið leki ekki. |
5. | Bakið í 175°c heitum ofni í 40 mínútur. |
Leave a Reply