Innihaldslýsing

3 lítrar Veisluís
1 pakki brownie mix frá Betty Crocker
Marengs:
4 eggjahvítur
200 g sykur
½ tsk sítrónusafi
½ tsk vanilludropur
Annað:
Brennari eða vindheldur kveikjari
3 lítra skál 22 cm í þvermál
22 cm bökunarform
Nú hefur Emmessís kynnt til leiks nýjan meðlim í rjómaísafjölskylduna. Ísinn ber heitið Veisluís og er gæddur unaðslegum grænum eplum, kanil og gómsætu kökukurli sem leikur um bragðlaukana.

Leiðbeiningar

1.Látið plastfilmu í skálina og setjið ísinn þar í. Látið plasfilmu yfir og setjið í frysti í amk 8 klst.
2.Bakið brownies í 22 cm bökunarformi samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Kælið og látið ísinn og kökuna saman og í frysti í 30 mínútur.
3.Gerið því næst marengsinn. Setjið eggjahvítu, sykur, sítrónusafa í hitaþolna skál. Setjið yfir pott með vatni en þannig að skálin snerti ekki vatnið. Hrærið stöðugt í um það bil fimm mínútur eða þar til sykurinn er bráðinn. Takið af hitanum og setjið í hrærivélaskál. Hrærið á mesta hraða um 5-10 mínútur eða þar til myndast hefur stífur og glansandi marengs. Bætið vanilludropum saman við.
4.Takið ískökuna úr fyrsti og setjið á kökustand. Látið marengs yfir kökuna og dreyfið vel úr honum með skeið. Brúnið marengsinn með brennara eða vindheldum kveikjara. Berið fram strax og njótið.

Nú hefur Emmessís kynnt til leiks nýjan meðlim í rjómaísafjölskylduna. Ísinn ber heitið Veisluís og er gæddur unaðslegum grænum eplum, kanil og gómsætu kökukurli sem leikur um bragðlaukana. Ísinn er í senn ferskur og sætur og er tilvarinn á hverskyns veisluborð; með meðlæti eða einn og sér. Leyfðu þessum ískalda eplakökudraum að vera hluti af þínu tilefni til að fagna með þínum nánustu. Ísinn kemur í takmörkuðu upplagi og verður aðeins fáanlegur um jól og páska í öllum helstu matvöruverslunum.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.