Innihaldslýsing

250 g smjör
250 g súkkulaði
1 dl espresso frá Nespresso, t.d. Ispirazion Ristretto eða Ispirazion Firenze
4 stór egg, við stofuhita
180 g sykur
1 tsk vanilludropar
klípa af salti

Leiðbeiningar

1.Setjið smjör og súkkulaði í pott og bræðið við vægan hita. Kælið.
2.Hrærið egg og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós.
3.Hellið súkkulaðismjörinu saman við í þunnri bunu og hrærið áfram. Bætið kaffi rólega saman við ásamt vanilludropum og klípu af salti.
4.Smyrjið 22 cm form og hellið deiginu þar í. Gott að láta álpappír undir og þétta vel svo deigið leki ekki.
5.Bakið í 175°c heitum ofni í 40 mínútur.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Nespresso á Íslandi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.