Innihaldslýsing

Mini pavlovur:
4 eggjahvítur
200 g sykur
1 tsk vanilludropar
1 tsk hvítvínsedik
Súkkulaðisósa:
150 g súkkulaði
250 ml rjómi frá Örnu
Hindberjasósa:
1 bolli hindber
1 msk sykur
Karamellusósa:
1 dl rjómi
150 g karamellur
40 ml rjómi frá Örnu
Annað:
250 ml rjómi frá Örnu, þeyttur
ber og ávextir að eigin vali
fersk myntulauf
flórsykur
Skemmtilegur eftirréttur þar sem gestir eru þáttakendur og raða hver á sína pavlovu

Leiðbeiningar

1.Þeytið egg og sykur saman í 5-10 mínútur eða þar til þær eru stífþeyttar. Bætið vanilludropum og ediki saman við með sleif.
2.Mótið marengs á ofnplötu með smjörpappír með skeið eða sprautupoka.
3.Bakið í 125°c heitum ofni í 40 mínútur. Látið kólna í ofninum.
4.Súkkulaðisósa: Hitið rjóma og súkkulaði saman yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
5.Hindberjasósa: Hitið hindber og sykur saman í potti við vægan hita þar til orðið að hindberjamauki.
6.Karamellusósa: Hitið karamellur og rjóma saman í potti við vægan hita þar til orðið að karamellu.
7.Látið sósurnar í litlar skálar og raðið á bakka. Látið marengs á milli þeirra.
8.Skreytið með ávöxtum og myntublöðum.
9.Stráið flórsykri yfir allt.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu mjólkurvörur

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.