Súkkulaðimús: | |
200 g suðusúkkulaði | |
200 ml 36% rjómi frá Örnu | |
50 ml Baileys | |
3 stór egg | |
klípa af salti | |
Baileys rjómi: | |
200 ml 36% rjómi frá Örnu | |
3 msk flórsykur | |
50 ml Baileys | |
1 tsk vanilludropar | |
Skreytt með bræddu eða söxuðu súkkulaði |
Fyrir 6-8
1. | Aðskiljið eggjarauður og eggjahvítur. Þeytið eggjahvítur ásamt klípu af salti í 3-5 mínútur eða þar til þær eru orðnar þéttar í sér. |
2. | Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni ásamt rjómanum og baileys. Kælið lítillega. |
3. | Hrærið eggjarauðum saman við súkkulaðiblönduna. |
4. | Bætið eggjahvítum rólega saman við og veltið saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. |
5. | Skiptið búðingnum niður á skálar 6-8 eftir magni í hverri skál. |
6. | Kælið búðinginn í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund. |
7. | Baileys rjómi: Þeytið rjóma, flórsykur, Baileys og vanilludropa saman. Látið yfir búðinginn og toppið með súkkulaði. |
Leave a Reply