Innihaldslýsing

Súkkulaðimús:
200 g suðusúkkulaði
200 ml 36% rjómi frá Örnu
50 ml Baileys
3 stór egg
klípa af salti
Baileys rjómi:
200 ml 36% rjómi frá Örnu
3 msk flórsykur
50 ml Baileys
1 tsk vanilludropar
Skreytt með bræddu eða söxuðu súkkulaði
Fyrir 6-8

Leiðbeiningar

1.Aðskiljið eggjarauður og eggjahvítur. Þeytið eggjahvítur ásamt klípu af salti í 3-5 mínútur eða þar til þær eru orðnar þéttar í sér.
2.Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni ásamt rjómanum og baileys. Kælið lítillega.
3.Hrærið eggjarauðum saman við súkkulaðiblönduna.
4.Bætið eggjahvítum rólega saman við og veltið saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
5.Skiptið búðingnum niður á skálar 6-8 eftir magni í hverri skál.
6.Kælið búðinginn í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund.
7.Baileys rjómi: Þeytið rjóma, flórsykur, Baileys og vanilludropa saman. Látið yfir búðinginn og toppið með súkkulaði.
Færslan er unnin í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.