250 ml mjólk frá Örnu mjólkurvörur | |
2 blöð matarlím | |
150 g sykur | |
180 ml 36% rjómi frá Örnu mjólkurvörum | |
80 ml sterkur espresso | |
1/2 tsk vanilludropar | |
klípa af salti |
Fyrir 3-4
1. | Hellið 125 ml af kaldri mjólk í skál og látið matarlím mýkjast þar í (tekur 5-10 mín). |
2. | Hitið rjómann. |
3. | Setjið sykur á pönnu og bræðið við meðalhita án þess að hræra í sykrinum á meðan. |
4. | Þegar sykurinn er bráðinn og liturinn rétt byrjaður að dökkna, slökkvið á hitanum og bætið heita rjómanum saman við og hrærið stöðugt. |
5. | Þegar blandan er orðin volg bætið þá heitu kaffi saman við ásamt mjólkinni og mjúku matarlími og hrærið þar til það er uppleyst. |
6. | Hellið þá afgangs mjólk, vanillu og salti saman við. Ef þetta blandast ekki almenninlega saman getið þið hitað blönduna örstutt á vægum hita. |
7. | Setjið blönduna í litlar skálar eða bolla og látið í kæli í 6 til 8 klst eða yfir nótt. |
8. | Berið fram með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni. |
Leave a Reply