Innihaldslýsing

250 ml mjólk frá Örnu mjólkurvörur
2 blöð matarlím
150 g sykur
180 ml 36% rjómi frá Örnu mjólkurvörum
80 ml sterkur espresso
1/2 tsk vanilludropar
klípa af salti
Fyrir 3-4

Leiðbeiningar

1.Hellið 125 ml af kaldri mjólk í skál og látið matarlím mýkjast þar í (tekur 5-10 mín).
2.Hitið rjómann.
3.Setjið sykur á pönnu og bræðið við meðalhita án þess að hræra í sykrinum á meðan.
4.Þegar sykurinn er bráðinn og liturinn rétt byrjaður að dökkna, slökkvið á hitanum og bætið heita rjómanum saman við og hrærið stöðugt.
5.Þegar blandan er orðin volg bætið þá heitu kaffi saman við ásamt mjólkinni og mjúku matarlími og hrærið þar til það er uppleyst.
6.Hellið þá afgangs mjólk, vanillu og salti saman við. Ef þetta blandast ekki almenninlega saman getið þið hitað blönduna örstutt á vægum hita.
7.Setjið blönduna í litlar skálar eða bolla og látið í kæli í 6 til 8 klst eða yfir nótt.
8.Berið fram með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu mjólkurvörur

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.