5 ferskar döðlur (steinn fjarlægður) | |
60 ml hunang | |
1 msk kókosolía | |
2 1/2 dl haframjöl | |
1 msk chia fræ | |
1 msk hörfræ | |
1 grisk jógúrt frá Örnu með vanillu og kókos | |
fersk ber eða sulta |
Gerir 6 muffins
1. | Látið haframjöl í blandara og blandið þar til orðið að hveiti. Takið til hliðar. |
2. | Maukið döðlur, kókosolíu og hunang saman þar til orðið að mauki. |
3. | Bætið hafrahveitinu, chia og hörfræjum saman við og blandið lítillega saman. |
4. | Smyrjið muffinsform og skiptið deiginu niður í 6 hluta. |
5. | Gerið smá holu í miðju deigsins. |
6. | Bakið við 170°c heitan ofn í um 15 mín eða þar til orðið gyllt á lit. |
7. | Látið gríska jógúrt á hverja muffins og toppið með berjum, sultu og kókos. |
Leave a Reply