Innihaldslýsing

4 msk ólífuolía
1 rauðlaukur, smátt saxaður
1 stór gulrót, smátt söxuð
1 sellerí, smátt söxuð
500 g nautafillet, skorin í 2 cm bita
300 ml rauðvín
100 ml nautasoð, heitt
4 msk tómatpúrra
680 g tómat passata (maukaðir tómatar)
10 fersk basilíkulauf, söxuð
500 g fettuccine/papparadelle eða tagliatelle
80 g parmesan ostur, rifinn
salt og pipar
Þessi himneski pastaréttur færir þig örlítið nær Ítalíu með hverjum munnbita. Réttinn er best að hægelda og jafnvel gera kjötsósuna deginum áður en hann er borinn fram. Perfecto!

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu í potti við miðlungshita og látið lauk, gulrót og sellerí þar í. Steikið í um 8 mín.
2.Bætið kjötinu saman við og steikið í 2 mínútur. Hellið víninu saman við og látið malla í tvær mínútur. Kryddið með salti og pipar. Látið lok á yfir og látið malla áfram í 30 mínútur. Hrærið af og til í blöndunni.
3.Eftir 30 mínútur bætið soði, tómatpúrru og passata saman við. Hitið að suðu. Lækkið þá hitann, látið lokið aftur á og látið malla í 1 1/2 klst. Hrærið á 20 mín fresti.
4.Látið að lokum basilíku saman við og smakkið til með salti og pipar.
5.Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Setjið í skál og hellið sósunni yfir. Veltið vel saman í 30 sekúntur og stráið parmesan yfir áður en borið fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.