Innihaldslýsing

135 g smjör, við stofuhita
120 g flórsykur
börkur af 1 sítrónu
3 stór egg
1 tsk vanilludropar
240 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
280 g Grísk jógúrt frá Örnu
150 g hindber
Smjörkrem:
230 g smjör, við stofuhita
600 g flórsykur
4 msk sítrónusafi
 

Leiðbeiningar

1.Hrærið smjör sykur og sítrónubörk vel saman. Stoppið hrærivélina og skafið niður af hliðunum. Hrærið áfram.
2.Aðskiljið eggjarauður og eggjahvítur.
3.Bætið eggjarauðum ásamt vanillu í skálina og hrærið.
4.Stífþeytið eggjahvítur í annarri skál þar til þær eru orðnar stífar eða í um 5-10 mínútur. Geymið.
5.Bætið hveiti, lyftidufti, salti og matarsóda saman við smjörblönduna. Látið gríska jógúrt einnig saman við.
6.Þegar allt hefur blandast vel saman bætið þá eggjahvítum varlega saman við deigið með sleif.
7.Að lokum bætið hindberjum varlega saman við með sleif. Við viljum að liturinn af þeim blandist sem minnst við deigið.
8.Skiptið deiginu niður á tvö 20 cm form sem eru með smjörpappír.
9.Bakið við 170°c í 30-40 mínútur. Stingið prjóni í kökuna áður en þið takið hana út til að athuga hvort hún sé tilbúin. Látið kólna áður en kremið er sett á.
10.Smjörkrem: Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið sítrónusafa saman við til að ná æskilegri áferð á kremið.
11.Látið kremið ofaná annan botninn og leggið hinn botninn yfir. Látið krem á toppinn á þeim botni og svo á hliðarnar.

 

Færslan er unnin í samstarfi við Örnu mjólkurvörur

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.