Innihaldslýsing

250 g hveiti
2 1/4 tsk lyftiduft
3 msk sykur
1/2 tsk kanill
1/2 tsk sjávarsalt
180 ml mjólk
3 msk smjör
Fylling:
85 g púðursykur
2 1/2 tsk kanill
1 msk smjör, bráðið
Rjómaostakrem:
120 g rjómaostur
4 msk smjör, við stofuhita
1 tsk vanilludropar
150 g flórsykur

Leiðbeiningar

1.Látið hveiti, lyftiduft, sykur, kanil og salt saman í skál.
2.Hitið mjólk og smjör við lágan hita og blandið saman.
3.Látið mjólk saman við hveitið og hnoðið saman.
4.Látið liggja í skálinni í 15 mínútur með rökum klút yfir.
5.Fletjið deigið út.
6.Blandið sykur og kanil saman í skál.
7.Bræðið smjör, penslið deigið og stráið kanilblöndunni yfir allt. Rúllið upp og skerið niður.
8.Smyrjið ofnfast mót og raðið snúðunum þar í.
9.Bakið í 170c heitum ofni í 25-30 mínútur.
10.Krem: Hrærið smjör og rjómaost saman. Bætið vanillu saman við og síðan flórsykur. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
11.Takið snúðana úr ofninum og kælið.
12.Látið rjómaostakremið yfir og njótið vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.