1 pakki Lágkolvetna vöfflur frá Kötlu | |
12 sneiðar beikon | |
2 stórir þroskaðir tómatar | |
2-3 avacado | |
salatblöð | |
salt og pipar | |
sósa: | |
1 dl mayonnaise | |
2 msk sýrður rjómi | |
2 tsk dijon sinnep |
Gerir um 4 samlokur
1. | Bakið vöfflurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Ég mæli með að nota rjómaost. Ég notaði belgískt vöfflujárn en hefðbundið gengur alveg. Smyrjið vöfflujárnið vel og steikið vöfflurnar aðeins lengur en þessar hefðbundnu og opnið ekki vöfflujárnið of snemma. |
2. | Blandið hráefnum fyrir sósuna saman í skál. |
3. | Steikið beikon. Skerið avacado og tómata í sneiðar. |
4. | Smyrjið sósu á einn fjórðung úr vöfflu. Látið salat, avacado, tómata og beikon og saltið örlítið. Leggið næstu vöfflusneið yfir og endurtakið. |
Leave a Reply