Innihaldslýsing

50ml Bourbon Whiskey
25ml Ferskur sítrónusafi
20ml Skógarberjasíróp*
30ml Eggjahvíta eða Aquafaba
Skreyting - Skógarber
Skógarberjasíróp:
400 g Skógarber
400 g Sykur
400 g Sykur
Drykkurinn er einstaklega ljúfur þó hann sé gerður með búrbon, berin, áferðin, sítrónusafinn og viskíið spila hér saman í ljúffenga samblöndu. Við mælum með Michter's bourbon í þennan en hægt er að gera hann með hvaða bourbon sem er.

Leiðbeiningar

1.Þennan kokteil, eins og aðra eggjahvítu/aquafaba kokteila þarf að hrista tvisvar. Það gefur honum þéttari áferð og silkimjúka froðu. Fyrst setjum við öll hráefnin nema skrautið í hristara, fyllum hann alveg upp í topp með klaka og hristum hressilega í 10-15 sekúndur eða þar til hristarinn er orðin vel kaldur. Þá streinum við drykkinn í hlutlaust glas og losum okkur við klakann úr hristaranum. Svo setjum við drykkinn aftur í hristarann og hristum hann í seinna skiptið án klaka, í góðar 15-20 sekúndur.
2.Næst er drykkurinn streinaður í gegnum sigtið, í viskíglas og skreyttur með berjum á pinna.
3.Síróp: Ef við erum að nota fersk ber setjum við berin og sykurinn í skál og nuddu því vel saman, í þetta er best að nota hendurnar en þannig náum við að nudda og kreysta allan safan úr berjunum í sykurinn. Ef við erum að nota frosin ber mælum við með að setja berin í lokað ílát með sykrinum, hrista ílátið vel og láta það svo standa í 4-6 klst. Við setjum vatnið í pott og hitum það upp á meðan við höldum áfram að merja berin og sykurinn saman. Þegar sykurinn er orðinn vel blautur af berjasafa bætum við heita vatninu í blönduna og hrærum vel þar til mest allur sykurinn er bráðinn. Þetta gæti tekið 5-10 mínútur. Vatnið gerir það að verkum að sykurinn bráðnar hraðar og að við eigum auðveldara með að sigta sírópið. Næsta skref, þegar sykurinn er bráðinn er einmitt að sigta sírópið og þá er það klárt til notkunar. Sírópið geymist í 2-3 vikur í kæli.
Ivan Svanur er stofnandi Reykjavík Cocktails sem er kokteilaveisluþjónusta og
Kokteilaskólans og Andri heldur úti vinsæla hlaðvarpsþættinum Happy Hour með The Viceman. Báðir eru þeir með áralanga reynslu af fremstu kokteilabörum Reykjavíkur, hafa hreppt fjölda verðlauna í kokteilakeppnum og setið í stjórn barþjónaklúbbs Íslands.

Bókin er sannkölluð kokteilabiblía en í henni má finna 63 uppskriftir af fjölbreyttum kokteilum, 19 uppskriftir af heimagerðum sírópum & líkjörum auk fróðleiks um baráhöld, glös, klaka og öll helstu vörumerkin sem notuð eru í nútíma kokteilagerð.

Bókin mun gefa innsýn inn í framandi heim kokteila og auðvelda þér að koma þér upp þínum eigin Heimabar. Markmið bókarinnar er að þú öðlist færni og þekkingu til að framreiða ómótstæðilega kokteila sem vel er tekið eftir.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.