Hamborgarar hafa alltaf verið mitt allra mesta uppáhald og eitt sinn birtist við mig viðtal í tímaritinu Vikunni þar sem fyrirsögnin var “Vandræðalega veik fyrir hamborgurum”. Sönn saga! Þetta er bara svo fjölbreyttur matur og hamborgari og hamborgari er bara ekki það sama! Endalausir möguleikar í samsetningum og þetta þarf ekkert að vera næringarsnauð máltíð, nema síður sé.
Þessi útgáfa er bara með þeim allra bestu þó ég segi sjálf frá. Stórir borgarar, grillaðir á miklum hita á gasgrilli og á milli set ég m.a laukhringi og stökkt beikon. Það allra besta er svo Dala hringurinn sem fer ofan á buffið. Ég sker ostinn þvert í sneiðar og grilla með síðustu sekúndurnar. Þvílíkt og annað eins gúmmelaði, þetta er klárlega borgari sumarsins!
Leave a Reply