Þessi réttur er gömul ítölsk klassík sem á rætur sínar að rekja til Napólí. Sósan samanstendur af tómötum, ansjósum, svörtum ólífum, kapers, hvítlauk, chili auk steinselju og oregano. Það tekur mjög skamman tíma að skella í þennan pastarétt og sósan fær að malla á meðan pastað sýður. Sósan er bragðmikil þrátt fyrir að innihalda ekki mörg hráefni. Mörgum þykir kannski ólystug hugmynd að setja ansjósur í pastasósu en ansjósurnar gefa unaðslegt umami bragð sem nánast ómögulegt er að skipta út. Í rauninni notaðar sem krydd frekar en nokkuð annað og ég mæli ekki með því að freistast til að sleppa þeim. Það er hægt að frysta afgangs ansjósuflök í litlu boxi.
Í stað þess að nota niðursoðna tómata nota ég hérna Sacla whole cherry tomato pastasósu. Hún er mjög hrein og inniheldur nánast bara kirsuberjatómata sem hafa aðeins verið kryddaðir. Fullkomin í allskonar pastarétti og sé fyrir mér að hún gæti verið stórkostleg í bolognese og lasagna einnig.
Leave a Reply