Innihaldslýsing

200g linguine pasta (eða spaghetti)
400g Whole cherry tomato with chili pastasósa frá Sacla
1/2 geiralaus hvítlaukur, smátt saxaður
10 svartar heilar ólífur, skornar í fernt
1 msk kapers, skolað undir köldu vatni
3 ansjósuflök, skorin smátt
1/4 tsk chiliflögur
50ml pastavatn
salt, pipar
1 tsk þurrkað oregano
Þessi réttur er gömul ítölsk klassík sem á rætur sínar að rekja til Napólí. Sósan samanstendur af tómötum, ansjósum, svörtum ólífum, kapers, hvítlauk, chili auk steinselju og oregano. Það tekur mjög skamman tíma að skella í þennan pastarétt og sósan fær að malla á meðan pastað sýður. Sósan er bragðmikil þrátt fyrir að innihalda ekki...

Leiðbeiningar

1.Saxið hvítlauk. Saxið ansjósur, skerið ólífur og skolið kapers.
2.Hitið vatn í potti fyrir pastað og saltið ríflega.
3.Setjið ólífuolíu á pönnu og steikið hvítlaukinn í ca. 1 mínútu eða þar til hann fer aðeins að brúnast.
4.Bætið þá við ansjósum, ólífum, kapers og chiliflögum. Leyfið þessu að malla í 2-3 mín á pönnunni.
5.Setjið pastað í pottinn og stillið tímann á 10 mín.
6.Setjið pastasósuna út á pönnuna og kryddið með salti, pipar og oregano. Látið malla þann tíma sem pastað tekur að sjóða. Þegar pastað er tilbúið, takið pastavatnið frá og hellið vatninu af.
7.Hellið pastanu ásamt pastavatninu sem tekið var frá út á pönnuna og veltið vandlega með 2 áhöldum eins og sleifum eða töngum. Berið strax fram.

Þessi réttur er gömul ítölsk klassík sem á rætur sínar að rekja til Napólí. Sósan samanstendur af tómötum, ansjósum, svörtum ólífum, kapers, hvítlauk, chili auk steinselju og oregano. Það tekur mjög skamman tíma að skella í þennan pastarétt og sósan fær að malla á meðan pastað sýður. Sósan er bragðmikil þrátt fyrir að innihalda ekki mörg hráefni. Mörgum þykir kannski ólystug hugmynd að setja ansjósur í pastasósu en ansjósurnar gefa unaðslegt umami bragð sem nánast ómögulegt er að skipta út. Í rauninni notaðar sem krydd frekar en nokkuð annað og ég mæli ekki með því að freistast til að sleppa þeim. Það er hægt að frysta afgangs ansjósuflök í litlu boxi.

Í stað þess að nota niðursoðna tómata nota ég hérna Sacla whole cherry tomato pastasósu. Hún er mjög hrein og inniheldur nánast bara kirsuberjatómata sem hafa aðeins verið kryddaðir. Fullkomin í allskonar pastarétti og sé fyrir mér að hún gæti verið stórkostleg í bolognese og lasagna einnig.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Ísam ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.