Innihaldslýsing

2dl vatn
80g smjör
125g hveiti
Salt á hnífsoddi
2-3 egg
Saltkaramellusósa, sjá uppskrift
Noir kex frá Frón
Allt með kaffibragði er gott og ég stend og fell með því. Þessa dagana er framboð á bollum í hámarki enda örstutt í bolludaginn. Þessi klassíska með sultu, rjóma og súkkulaðiglassúr á alltaf sinn sess á mínu heimili en svo er gaman að leika sér að allskonar fyllingum sem passa í klassísku vatnsdeigsbollurnar. Hérna útbjó...

Leiðbeiningar

1.Hitið vatn í potti og bætið smjöri saman við. Látið sjóða í smá stund.
2.Setjið hveiti og salt saman við og hrærið rösklega saman í pottinum.
3.Kælið deigið með því að setja það í hrærivélaskálina og dreifa því upp á skálarbrúnirnar.
4.Setjið egg í mælikönnu og pískið saman. Ef eggin eru mjög stór er ekki víst að það þurfi alveg 3 egg svo það er betra að píska þau saman og skilja smá eftir.
5.Þegar deigið er orðið volgt má byrja að hræra það með káinu og setja eggin út í í smá skömmtum.
6.Hitið ofninn í 175°C blástur. Setjið deigið á plötu klædda bökunarpappír með góðu millibili. Stærðin fer eftir smekk en mér finnst best að nota sprautuboka en einnig er fínt að nota matskeiðar.
7.Setjið plöturnar inn og bakið í að minnsta kosti 30 mín. Ég fer jafnvel alveg upp í 40 mín þar sem ég vil hafa þær frekar þurrar og þannig eru líka minni líkur á því að þær falli. Aldrei opna ofninn fyrr en eftir a.m.k 25 mín!
8.Samsetning:
9.Útbúið karamelluna og cappuccino fyllinguna. Myljið nokkrar Noir kexkökur.
10.Skerið bollurnar í tvennt, dreifið saltkaramellu í botninn, sprautið cappuccino fyllingunni á botninn, dreifið muldu Noir kexi yfir og setjið lokið öfugt ofan á. Sprautið fyllingu ofan í lokið, dreifið saltkaramellu yfir ásamt muldu kexi. Stingið hálfri Noir kexköku í fyllinguna til skrauts.

Allt með kaffibragði er gott og ég stend og fell með því. Þessa dagana er framboð á bollum í hámarki enda örstutt í bolludaginn. Þessi klassíska með sultu, rjóma og súkkulaðiglassúr á alltaf sinn sess á mínu heimili en svo er gaman að leika sér að allskonar fyllingum sem passa í klassísku vatnsdeigsbollurnar. Hérna útbjó ég alveg dásamlega fyllingu með ríkulegu kaffibragði og passar alveg sérlega vel með karamellunni og Noir kexinu frá Frón en það er hjúpað himnesku belgísku súkkulaði sem setur alveg punktinn yfir i-ið.

Gleðilegan bolludag!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Ísam.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.